„Fyrsta sakramentið,“ Barnavinur, júní 2023, 46–47.
Mánaðarlegur boðskapur: Barnavinur, júní 2023
Sögur úr ritningunum
Fyrsta sakramentið
Jesús Kristur kom saman með postulum sínum áður en hann dó. Hann veitti þeim sakramentið.
Jesús braut brauðið og gaf þeim. Hann bauð þeim að eta það til að hjálpa þeim að minnast þess að hann hafi gefið líf sitt í þeirra þágu.
Jesús færði þeim síðan bikar. Hann bauð þeim að drekka af honum. Það myndi líka hjálpa þeim að hafa hann í huga.
Sakramentið hjálpaði postulum Jesú að hafa hann í huga, jafnvel eftir að hann var ekki hjá þeim. Þeir gátu fundið elsku hans og minnst þess að halda boðorðin.
© 2023 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly Friend Message, June 2023. Language. 19026 190