Barnavinur
Fylgja Jesú í Vanúatú
Maí 2024


„Fylgja Jesú í Vanúatú,“ Barnavinur, maí 2024, 10–11.

Fylgja Jesú í Vanúatú

Kynnist Emmu!

Hvernig Emma fylgir Jesú

Emma og systir hennar undir regnhlíf

Emma fylgir Jesú Kristi með því að vera góðhjörtuð. Hana langar að vera vinur allra! Henni finnst gaman að tala við fólk og leika við önnur börn. „Mér finnst gaman að leika við vini mína og gefa þeim gjafir vegna þess að ég kann vel við fólk,“ segir Emma. Stundum býr hún til kort fyrir vini sína og fjölskyldu.

Emma hjálpar ömmu sinni líka að annast um yngri tvíburabræður sína. Hún hjálpar til við að elda mat fyrir fjölskyldu sína og gefur litlu bræðrum sínum pelana sína. „Mér líður vel og er glöð þegar ég hjálpa. Ég veit að himneskur faðir mun blessa mig,“ segir Emma.

Emma og fjölskylda hennar

Um Emmu

Andlitsmynd af Emmu

Aldur: 10 ára

Frá: Shefa, Vanúatú

Tungumál: Enska, bislamamál og fídjíeyska

Markmið: 1) Fara í trúboð. 2) Verða flugmaður.

Áhugamál: Sund og karókí

Fjölskylda: Emma, mamma, pabbi, ein systir og tveir bræður.

Eftirlæti Emmu

Mormónsbókarsaga: Lehí og fjölskylda þeirra að yfirgefa Jerúsalem (sjá 1. Nefí 2)

Hátíðarhefð: Gefa vinum sælgæti og kort á páskunum

Ávextir og grænmeti: Bananar, epli, appelsínur, vatnsmelóna, salat og gulrætur

Litur: Bleikur

Barnafélagssöngur: „Fjölskyldur geta átt eilífð saman“ (Barnasöngbókin, 99).

PDF-saga