„Ég er elskuð,” Barnavinur, júlí 2024, 42.
Skrifað af ykkur
Ég er elskuð
Ég er með heilsufarsvandamál sem hafa verið mjög erfið. Ég fæddist öðruvísi og get ekki notað salernið. Ég hef farið í þrjár stórar aðgerðir og nokkrar minni.
Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég sé svona, en þegar ég hugsa um Guð og sáluhjálparáætlun hans hjálpar það mér að minnast þess að ég er jafn mikið elskuð og allir aðrir. Að hafa vitnisburð um fagnaðarerindið er frábært og ég veit að ég get reitt mig á Drottin.
Ég elska líkama minn afar mikið. Ég veit að ég er svo sannarlega ljóssins gjöf (sem er merking nafnsins míns). Þótt ég eigi í baráttu, veit ég að ég get beðið Guð um aðstoð.