„Iðrun veitir gleði!“ Barnavinur, September 2024, 2–3.
Frá Æðsta forsætisráðinu
Iðrun veitir gleði!
Aðlagað úr „Hreinsuð með iðrun,“ aðalráðstefna, apríl 2019.
Iðrun veitir gleði. Hún er mikilvægur hluti af áætlun Guðs. Við þurfum öll að iðrast.
Til þess að iðrast verðum við að byrja með trú á Jesú Krist. Við verðum að láta af syndum okkar og viðurkenna þær. Þetta þýðir að viðurkenna það sem við gerðum rangt, biðja þá afsökunar sem við særðum og velja að taka betri ákvarðanir. Við ættum einnig að meðtaka sakramentið sérhvern hvíldardag.
Þegar við iðrumst, verðum við hrein. Drottinn lofar að hann muni „minnast [synda okkar] ekki lengur“ (Kenning og sáttmálar 58:42). Hve dásamlegt loforð! Hve dásamlegt kraftaverk! Hvílík blessun!
Okkar ástríki frelsari opnar faðm sinn til að taka á móti öllum þeim sem iðrast og fylgja honum.
Hrein á ný
Gerið þetta verkefni til þess að læra um iðrun!
-
Fyllið hreina ílát af vatni. Látið svo nokkra steina og óhreinindi í vatnið. Þetta táknar þær röngu ákvarðanir sem við tökum.
-
Til þess að verða hrein verðum við að hætta að gera það sem er rangt. Til þess að tákna það, takið steinana úr ílátinu. Hvernig lítur vatnið út? Er það enn skítugt?
-
Til þess að iðrast að fullu þörfnumst við Jesú Krists. Við þurfum að hafa trú á honum og friðþægingu hans. Setjið vatnsílátið undir krana. Látið hreint vatn renna í ílátið þar til allt skítuga vatnið flæðir úr því! Þetta táknar kraftinn sem Jesús Kristur hefur til að hjálpa okkur.