„Hörmung í pílu,“ Barnavinur, september 2024, 4–5.
Hörmung í pílu
Var Daniel nógu hugrakkur til þess að segja sannleikann?
Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.
Daniel lyfti lokinu ofan af gamla dótakassanum hans afa og leit ofan í hann. Frændsystkini hans þyrptust að til að sjá. Þau elskuðu að leika sér saman heima hjá afa!
Í kassanum voru fjölmörg gömul leikföng sem mamma Daniels og frænka höfðu leikið sér með þegar þær voru börn.
„Hvað er þetta?“ Noah frændi Daniels benti á sex skínandi, gamaldags pílur. Þær voru með oddhvössum enda og lituðum flöggum—sum rauð og önnur gul.
Daniel tók eina upp. „Mamma mín sagði mér frá þeim“ sagði hann. „Þú setur hring á grasflötina úti. Síðan skiptist fólk á að henda þeim upp í loftið og reyna að láta þær lenda inni í hringnum.“
„Frábært,“ sagði Noah. Hann var þegar farinn af stað út í garð til þess að gera allt klárt fyrir leikinn.
Brátt voru Daniel og frændsystkini hans farin að kasta málmpílum upp í loft í garðinum hans afa. Daniel fannst það gaman þegar pílurnar lentu í grasinu og festust.
„Ég er viss um að ég get hent minni hærra en þinni“ sagði frænka hans Lily
Krakkarnir hlógu og hentu pílunum hærra og hærra.
Þá fékk Daniel hugmynd. „Ég er viss um að ég get hent pílunni yfir heimkeyrsluna og í hringinn!“ sagði hann. Hann hljóp að hinni hlið innkeyrslunnar og henti pílunni af krafti.
Pílan flaug hátt upp í loftið en hún lenti ekki í grasinu Þess í stað lenti hún á nýja bílnum hennar Robilyn frænku með háum skelli ÞÖMP
„Ó nei!“ hrópaði Noah.
Daniel tók píluna upp. Það var stór beygla á bílnum þar sem hún hafði lent.
Krakkarnir horfðu óttaslegin á hvert annað. Síðan án þess að segja nokkuð, skildu þau pílurnar eftir á túninu og hlupu inn í hús.
Seinna í eftirmiðdaginn, gengu allir að bílunum sínum til að fara heim. Frænka Daniels tók eftir beyglunni á bílnum hennar. „Hvað kom fyrir?“ spurði hún.
Daníel var með hnút í maganum. En hann sagði ekkert. Hann klifraði bara inn í bílinn og veifaði frændsystkinum sínum í kveðjuskyni.
Í bílnum á leiðinni heim, sat Daniel þögull í aftursætinu. Hann reyndi að lesa bókina sína. En hann gat ekki haldið einbeitingu. Honum leið illa vegna þess sem gerðist. Hann vissi að það eina rétta væri að vera heiðarlegur. En það yrði svo hræðilegt að segja sannleikann! Foreldrar hans yrðu honum svo reiðir. Líka frænka hans.
Síðan hugsaði Daniel um uppáhalds hetjuna sína úr ritningunum. Daníel í Gamla testamentinu var fleygt í ljónagryfjuna fyrir að velja það sem var rétt. Hann var hugrakkur. Kannski gæti Daniel líka verið hugrakkur.
„Heyrðu mamma?“ Sagði Daniel. „Ég henti garðpílu og hún lenti á bílnum hennar Robilyn frænku og beyglaði hann. Þetta var mín sök.“
Mamma horfði á hann í baksýnisspeglinum. Hún var ekki reið eins og Daniel hélt að hún yrði. „Takk fyrir að segja mér sannleikann,“ sagði hún.
Daniel dró djúpt andann. „Má ég hringja í Robilyn frænku þegar við komum heim?“ spurði hann. „Ég vil biðjast afsökunar Ég skal leggja hart að mér til að afla mér peninga til að borga fyrir viðgerðina á bílnum hennar.“
Mamma brosti. „Það er frábær hugmynd.“
Þunga tilfinningin í maganum var horfinn og Daniel fann fyrir friði. Hann hafði verið nógu hugrakkur til þess að segja sannleikann. Vegna Jesú Krists, gat hann iðrast og bætt úr hlutunum.