Barnavinur
Fylgja Jesú í Simbabve
September 2024


„Fylgja Jesú í Simbabve,“ Barnavinur, september 2024, 16-17.

Fylgja Jesú í Simbabve

Kynnist Sariuh!

Sariah frá Simbabve

Hvernig Sariah fylgir Jesú

Sariah glímir við nokkur heilsufarsvandamál. Hún tekur inn lyf sem hjálpa henni. Hún er þakklát fyrir líf sitt. „Frelsarinn hjálpar mér, svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir hún.

„Þegar móðir mín er þreytt, þarf hún einhvern til þess að leika við litlu systur mína,“ segir Sariah. Hún hjálpar til með því að syngja fyrir hana, halda á henni og með því að leika við hana.

Sariah er sú fyrsta sem tekur eftir því ef mamma hennar er döpur og faðmar hana að sér. „Að hjálpa öðru fólki gerir mig hamingjusama,“ segir hún. „Sérstaklega þegar ég hjálpa fjölskyldu minni.“

Um Sariah

Sariah segir halló

Aldur: 7 ára

Frá: Austur-Mashonalandi, Simbabve

Tungumál: Enska, shona

Markmið: 1) Verða dansari. 2) Verða læknir.

Áhugamál: Leika við vini

Fjölskylda: Sariah, mamma, pabbi, eldri bróðir, eldri systir, yngri systir

Sariah og fjölskylda hennar

Eftirlæti Sariah

Saga í Mormónsbók: Þegar Jesús Kristur blessaði börn Nefíta (sjá 3. Nefí 17)

Hátíð: Páskar

Ávextir: Epli og vínber

Litur: Rauður

Barnafélagssöngur:Sjötta trúaratriðið” (Barnasöngbókin, 142B)

PDF