„Þá hlusta vel á hjarta mitt,“ Barnavinur, september 2024, 13.
Ég get spilað það
Þá hlusta vel á hjarta mitt
Af mildi [fjórðapartsnóta] = 88–104
Ef hefði´ ég verið lítið barn er Jesús var á jörð,
ég játa vildi öll hans orð og hafa hann að vörð.
En hans er les ég helgirit, ég finn þar orð um frið,
þá hlusta vel á hjarta mitt, þar rödd Guðs dvelur við.
Ég heyri spámann hefja raust og mæla Drottins mál,
sem mundi’ hann sjálfur vera hér að næra mína sál.
Er hans ég læri helgan sið, já réttlæti og frið,
þá hlusta vel á hjarta mitt, þar rödd Guðs dvelur við.
Ég andann helga skynjað fæ, er sýnir rétt og satt,
og sannleik Krists hann vitnar um og hughreyst fær og glatt.
Hann hvíslar að mér hljóðlega, svo sál mín finni frið,
þá hlusta vel á hjarta mitt, þar rödd Guðs dvelur við.