Barnavinur
Vísindaverkefnið
September 2024


„Vísindaverkefnið,“ Barnavinur, september 2024, 18–19.

Vísindaverkefnið

„Himneskur faðir vill að við höldum áfram að reyna.“

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Drengur leikur með sand

Bradley hellti öðrum bolla af sandi í fötuna sína. Hann myndi þurfa mikið af honum!

Vísindasýningin í skólanum hans yrði bráðlega. Bradley var að smíða líkan sem sýnir hvernig flóðbylgjur virka. Hann lærði að flóðbylgja er stór vatnsalda sem jarðskjálfti í sjónum veldur. Hann vildi að verkefnið sitt yrði fullkomið. Kannski myndi hann vinna verðlaun!

Þegar fatan hans var full, safnaði Bradley saman prikum. Síðan fann hann plastkassa og nokkur lítil leikfangahús í kjallaranum.

Bradley hellti sandinum í kassann til þess að búa til land. Hann setti vandlega niður hús og tré. Svo kom skemmtilegi hlutinn – vatnið! Þegar hann hellti því í kassann, gat hann ýtt pappaspjaldi í gegnum vatnið til að búa til flóðbylgjuna.

En hann gerði stór mistök. Hann hellti of miklu vatni! Húsin voru á floti – og hann hafði ekki enn búið til flóðbylgjuna. Blautur sandurinn varð að drullumalli.

Drengur vinnur að verkefni

Bradley kallaði á mömmu sína sem var í eldhúsinu. „Hvað ætti ég að gera núna? Ég setti of mikið vatn ofan í.“

„Það er allt í lagi. Þú getur bara byrjað aftur,“ sagði mamma. „Við skulum gera það saman og hella bara litlu vatni í einu.“

„Allt í lagi.“ Bradley hengdi hausinn og fór út að sækja meiri sand.

Í þetta skiptið helltu þau varlega réttu magni af vatni í kassann. Bradley hreyfði pappaspjaldið og horfði á öldurnar skella á sandinum. Það virkaði!

Því næst útbjuggu Bradley og mamma veggspjaldið hans. Hann byrjaði að skrifa niður nokkrar skemmtilegar staðreyndir um flóðbylgjur. En orðin pössuðu ekki á blaðið.

„Ég vil ekki þurfa að skrifa það allt aftur!“ Sagði Bradley. Hann fór að verkja í höfuðið.

„Við þurfum ekki að endurskrifa það allt saman.“ sagði mamma. „Við getum bara endurorðað það svo það passi á síðuna.“

Bradley stundi. Veggspjaldið hans leit alls ekki út eins og hann vildi. „Ég vil ekki gera það. Það lítur illa út ef orðin passa ekki fullkomlega.“

Drengur vinnur að verkefni

„Lærdómur getur verið erfiður.“ Mamma faðmaði hann að sér. „Stundum gerum við mistök. Mikilvægast er að gefast ekki upp. Himneskur faðir vill að við höldum áfram að reyna. Við skulum því taka hlé og klára í fyrramálið.“

Morguninn eftir, kláruðu þau veggspjaldið. Það var ekki fullkomið, en Bradley leið aðeins betur með það.

Loks rann upp dagur vísindasýningarinnar. Mamma keyrði Bradley í skólann. „Mundu,“ sagði hún, „þú lagði hart að þér við verkefnið og lærðir mikið. Og það er það sem skiptir máli.“

Bradley hélt á verkefninu sínu inn í stóra íþróttasalinn. Hann var fullur af verkefnum og veggspjöldum. Allir fjórðu-bekkingarnir sátu og biðu eftir því að röðin kæmi að þeim að sýna verkefnið sitt.

Brátt var röðin komin að Bradley. Hjarta hans sló hratt þegar hann gekk fram fyrir alla. Hvað ef allt færi úrskeiðis?

Bradley ýtti spjaldinu í gegnum vatnið og sýndi dómurunum hvernig öldunar skullu á landinu.

„Hvað veldur þessum stóru öldum í sjónum?“ spurði einn dómarinn.

„Stóru öldurnar eru út af …“ Hugur hans var tómur. „Ég man það ekki.“ En ég get sagt ykkur frá nokkrum skemmtilegum staðreyndum um flóðbylgjur.“ Hann las upp staðreyndirnar af veggspjaldinu.

Drengur kynnir verkefni

Eftir skóla klifraði Bradley upp í bílinn með verkefnið sitt.

„Hvernig fór þetta?“ Spurði mamma.

„Ekki alveg eins og ég vildi.“ Bradley brosti. „En ég gerði mitt besta og hélt áfram að reyna.“

PDF

Myndskreyting: Adam Koford