Barnavinur
Hver þið í raun eruð?
September 2024


„Hver þið í raun eruð,“ Barnavinur, september 2024, 32–33.

Frá vini til vinar

Hver þið í raun eruð?

Öldungur Kevin W. Pearson

Úr viðtali við Oliviu Kitterman og Diönu Evelyn Nielson.

Jesús Kristur og börn

Himneskur faðir elskar okkur. Hann vill hjálpa okkur að vita hver við erum. Hann skapaði anda okkar áður en við komum til að lifa á jörðinni. Við erum öll synir og dætur Guðs.

Stundum erum viðeinmana eða höfum áhyggjur af því að við verðum aldrei nógu góð. Jesús Kristur veit nákvæmlega hvernig okkur líður. Hann mun hjálpa okkur að yfirstíga sérhverja áskorun. Erfiðleikarnir sem við mætum í þessu lífi geta hjálpað okkur að verða líkari Jesú Kristi ef við snúum okkur til hans.

Fagnaðarerindið hjálpar okkur að sjá okkur sjálf eins og himneskur faðir sér okkur. Í gegnum trú okkar á Jesú Krist geta raunir okkar breyst í blessanir. Að vita hver þið eruð og hvernig Guð sér ykkur mun blessa hvern sem er á hvaða aldri sem er!

Þegar við skiljum hver við erum sem börn Guðs, getum við einblínt á það sem himneskur faðir vill að við verðum. Við munum mæta áskorunum okkar með honum. Jafnvel þó við séum ófullkomin og gerum mistök, getum við fundið von í þeirri vitneskju að við erum börn Guðs.

Finnið uppáhalds áhugamálin

Við erum öll mismunandi. Við höfum mismunandi hæfileika og smekk. En við erum öll börn Guðs!

Notið vísbendingarnar til þess að finna hvert sé áhugamál sérhvers vinar. Vísbending: Setjið X við það sem þið vitið að er ekki satt. Það fyrsta hefur verið gert fyrir ykkur. Þegar þið eruð búin ætti hver súla að hafa einn tómann ferning!

  1. Hvorki Amara né Jade spila á píanó.

  2. Max líkar ekki við stærðfræði.

  3. Enginn af strákunum spilar á hljóðfæri eða æfir karate.

  4. Amara er ekki stelpan sem líkar vel við dýr.

  5. Kai er sá eini sem hefur áhuga á körfubolta.

PDF

Myndir eftir Sabrinu Gabrielli