„Nefí biður fyrir lýðnum,“ Barnavinur september 2024, 26–27.
Sögur úr ritningunum
Nefí biður fyrir lýðnum
Nefí var spámaður. Hann var nefndur eftir Nefí sem náði látúnstöflunum. Hann hafði áhyggjur af fólkinu. Það hafði hætt að fylgja Guði.
Nefí fór í garðinn sinn. Hann klifraði upp í turn í garðinum og baðtil Guðs. Hann bað fyrir lýðnum.
Sumir sáu Nefí ofan á turninum. Þeir stoppuðu til að hlusta og söfnuðu öðrum til að heyra. Þegar Nefí lauk við bænir sína, sá hann að fólkið var að fylgjast með og fór að kenna þeim.
Nefí bauð fólkinu að iðrast. Sumum líkaði ekki það sem Nefí kenndi. En margir aðrir hlustuðu! Þau kusu að iðrast og breyttu háttum sínum.