„Kom, fylg mér – Verkefni,“ Barnavinur, september 2024, 28–29.
Kom, fylg mér – Verkefni
Fyrir heimiliskvöld eða ritningarnám – eða bara til ánægju!
26. ágúst–1. september
Sterkar undirstöður
Fyrir Helaman 1–6
Helaman kenndi sonum sínum að byggja líf sitt á sterkum undirstöðum Jesú Krists (sjá Helaman 5:12) Undirstaða er eitthvað sem byggt er á. Sterk undirstaða gerir alla bygginguna sterka, jafnvel í stormveðrum. Byggið tvo turna – einn á sterkri undirstöðu og einn á veikri undirstöðu. Hvor turninn er stöðugri? Hvernig getum við byggt líf okkar á Jesú Kristi?
2.–8. september
Vitnisburður um Jesú Krist
Fyrir Helaman 7–12
Margir í ritningunum kenndu og vitnuðu um Jesú Krist (sjá Helaman 8:16–20). Þið getið líka byrjað að byggja upp vitnisburð ykkar um hann! Vitnisburður er eitthvað sem þið trúið eða vitið að er satt um himneskan föður og Jesú Krist Skrifið niður vitnisburðinn ykkar og æfið ykkur í að deila honum með fjölskyldu eða vinum.
9.–15. september
Samúel klífur múrinn
Fyrir Helaman 13–16
Samúel var spámaður sem kenndi um Jesú Krist ofan af borgarmúr (sjá Helaman 13:4). Farið á blaðsíðu 12 og notið úrklippuverkefnið til að hjálpa ykkur að segja sögu Samúels.
16.–22. september
Samsöfnunarleikur
Fyrir 3. Nefí 1-7
Jesús Kristur lofaði að hann myndi safna saman öllum börnum sínum því hann elskar alla og vill að þau hafi fagnaðarerindið (sjá 3. Nefí 5:24). Leikur um samsöfnun Látið þátttakendur standa í hring. Ein manneskja stendur í miðjunni og segir frá staðreynd um sig sjálfa eins og uppáhalds litinn sinn. Ef sú staðreynd á við einhverja fleiri þá koma þeir líka inn í miðjuna. Haldið áfram þar til allir hafa safnast saman í miðjuna.
23.–29. september
Jesús er ljósið
Fyrir 3. Nefí 8-11
Jesús Kristur er „ljós og líf heimsins“ (3. Nefí 9:18). Horfið á sólarupprás eða sólsetur með fjölskyldu ykkar. Teiknið svo mynd af því sem þið sáuð. Á meðan þið teiknið, talið um ástæður þess að þið elskið Jesú Krist og hvernig hann færir ykkur ljós.