Barnavinur
Ritningalestrarkeðja
September 2024


„Ritningalestrarkeðja,“ Barnavinur, september 2024, 38.

Skemmtisíða

Ritningalestrarkeðja

ritningakeðja

Ritningarnar geta hjálpað okkur að finna huggun og elsku frá himneskum föður. Þið getið búið til keðju ritninga til að lesa þegar þið eruð áhyggjufull eða döpur.

Þið getið notað ritningaversin á fjólubláu formunum. Þið getið líka bætt við ykkar uppáhalds ritningaversum.

Biðjið foreldra eða Barnafélagskennara um hjálp.

  1. Búið til lista með uppáhalds ritningarversunum ykkar.

  2. Finnið fyrsta versið á listanum ykkar í ritningunum. Notið tréliti til að undirstrika versin vandlega.

  3. Við hliðina á ritningarversinu skuluð þið skrifa niður næsta ritningavers á listanum (eða blaðsíðunúmer, ef það er auðveldara fyrir ykkur). Farið síðan að næsta versi og undirstrikið það líka.

  4. Haldið áfram að undirstrika versin og skrifa niður tilvísun í næsta ritningavers. Þegar þið undirstrikið síðasta versið á listanum ykkar, skuluð þið skrifa niður tilvísunina í fyrsta ritningaversið sem þið undirstrikuðuð.

  • Jóhannes 14:27: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“

  • Kenning og sáttmálar 68:6: „Verið þess vegna vonglaðir og óttist ei, því að ég, Drottinn, er með yður og mun standa með yður.“

  • Orðskviðirnir 3:5: „Treystu Drottni af öllu hjarta.”

  • K&S 121:7: „Friður sé með sál þinni. Mótlæti þitt og þrengingar munu aðeins vara örskamma stund.”

  • K&S 45:62: „Því að sannlega segi ég yður, að miklir hlutir bíða yðar.”

  • Orðskviðirnir 3:24: „Þegar þú leggst til hvíldar þarftu ekki að hræðast og sofnir þú verður svefninn vær.“