Barnavinur
Spjall við Teancum um ritningarnar
September 2024


„Spjall við Teancum um ritningarnar,“ Barnavinur, september 2024, 40–41.

Spjall við Teancum um ritningarnar

Teancum er frá Fíjí Við spurðum hann nokkurra spurninga um hvernig hann læri í Mormónsbók.

Segðu okkur frá sjálfum þér.

Teancum

Ég er níu ára og yngstur sex barna. Uppáhaldsliturinn minn er rauður og uppáhaldsmaturinn minn er karríkjúklingur með hrísgrjónum. Ég elska að spila ruðning. Það sem er sérstakt við mig er nafnið mitt. Ég heiti eftir stríðskappa úr Mormónsbók, millinafnið mitt er í höfuðið á nígerískum frænda mínum og eftirnafn mitt er fijískt.

drengur spilar ruðning
Karríkjúklingur og hrísgrjón

Hvað hjálpar þér að læra í ritningunum?

Fjölskylda les ritningarnar

Ég elska að lesa ritningarnar með fjölskyldu minni. Við lærum Kom, fylg mér lexíurnar saman. Mér líkar að læra nýjar sögur í hverri viku. Við tölum um það sem við lærum og miðlum vitnisburðum til hvors annars. Þegar ég les ritningarnar, finnst mér gott að ímynda mér sjálfan mig í sögunum.

Hvernig hjálpa ritningarnar ykkur?

Drengur biðst fyrir

Ritningarnar minna mig á að vera hugrakkur og að biðja um hughreystingu. Þegar ég er hræddur eða einmana, veit ég að heilagur andi mun alltaf hugga mig.

Hvað er uppáhalds sagan þín úr Mormónsbók?

Teankúm í ritningunum.

Uppáhaldssagan mín úr Mormónsbók er sagan um Teankúm því hann var mikill leiðtogi og stríðsmaður. Hann barðist fyrir fjölskyldu sína, vini og kirkjuna. Ég veit að ég get verið eins og hann og alltaf varið það sem ég elska mest.

Hvaða ráð myndir þú gefa einhverjum sem á erfitt með að skilja ritningarnar?

Ef einhver á í erfiðleikum með að læra í ritningunum, þá geta þau beðið mömmu eða pabba eða jafnvel systkini sín um hjálp. Fjölskyldan mín hjálpar mér virkilega. Þið getið líka beðið Barnafélagskennara eða leiðtoga í kirkjunni!

PDF

Myndskreyting: Augusto Zambonato