„Ungu stríðsmennirnir,“ Barnavinur, ágúst 2024, 26–27.
Mánaðarlegur boðskapur Barnavinar, ágúst 2024
Ungu stríðsmennirnir
Fólkið sem Ammon og bræður hans kenndu vildi fylgja Jesú Kristi. Það gróf vopn sín og lofaði Guði að það myndi aldrei berjast aftur.
Brátt þurftu þeir þó að vernda fjölskyldur sínar. Feðurnir sem grófu vopn sín vildu ekki brjóta loforð sitt við Guð. Synir þeirra bjuggu sig því til bardaga í þeirra stað. Þeir voru kallaðir ungu stríðsmennirnir tvö þúsund. Ungliði merkir „ungur.“
Ungu stríðsmennirnir höfðu aldrei áður barist í stríði. En mæður þeirra hjálpuðu þeim að undirbúa sig og kenndu þeim að treysta Guði.
Þeir völdu Helaman sem leiðtoga sinn. Þeir voru hugrakkir og Guð hjálpaði þeim. Allir særðust, en þeir hjálpuðust að. Guð heiðraði trú þeirra og þeir lifðu allir!
© 2024 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly Friend Message, ágúst 2024. Icelandic. 19290 190