2022
Patríarkarnir: Hverjir þeir voru og af hverju þeir eru mikilvægir
Febrúar 2022


„Patríarkar: Hverjir þeir voru og af hverju þeir eru mikilvægir,“ Til styrktar ungmennum, feb. 2022.

Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, febrúar 2022

1. Mósebók 11–50

Patríarkarnir

Hverjir þeir voru og af hverju þeir eru mikilvægir

Þið hafið ef til vill heyrt getið um Abraham, Ísak og Jakob. Við lesum oft um þá í Mormónsbók og þið munuð vissulega vita meira um þá er þið lesið Gamla testamentið á þessu ári. Þar sem þeir fá slíka athygli, þá hljóta þeir að vera nokkuð merkilegir, ekki satt? Þið getið þó spurt ykkur sjálf: „Af hverju eru þrír menn sem voru uppi fyrir þúsundum ára mikilvægir á okkar tíma?“ Lykillinn að þeirri spurningu á rætur að rekja til hinna eilífu sáttmála og fyrirheitnu blessana sem Guð gaf þeim.

Abraham

Abraham

Myndskreytingar eftir Jarom Vogel

Abraham var mikill spámaður. Hann var réttlátur og hlýðinn boðorðum Guðs.

Hann var skírður, hlaut prestdæmið og var innsiglaður eiginkonu sinni, Söru, um eilífð.

Guð gerði sáttmála við Abraham um að niðjar hans yrðu margir og myndu hljóta sömu blessanir og hann hafði hlotið.

Þeir myndu færa þjóðum jarðar fyllingu fagnaðarerindis Jesú Krists.

Ísak

Ísak

Ísak var sonur Abrahams og Söru.

Guð bauð Abraham að fórna Ísak. Abraham elskaði Ísak en ákvað að hlýða Guði. Rétt áður en Abraham hugðist fórna Ísak, bauð engill Abraham að láta af fórninni. Fúsleiki Abrahams og Ísaks til að hlýða Guði er táknrænn fyrir friðþægingu hins eingetna sonar Guðs.

Ísak var lofað sömu blessunum og Abraham.

Jakob

Jakob

Jakob var trúfastur Guði, eins og faðir hans og afi.

Vegna trúfesti hans, breytti Drottinn nafni hans í Ísrael, sem merkir „sá sem ríkir með Guði“ eða „lætur Guð ríkja“ (sjá Bible Dictionary, „Israel“).

Jakob átti tólf syni. Synir hans og fjölskyldur þeirra urðu kunn sem ættkvíslir Ísraels.

Sáttmálinn sem Guð gerði við Abraham var endurnýjaður með Jakobi og börnum hans.

Partíarkarnir og þið

Sem meðlimir kirkjunnar, heyrið þið til niðja Abrahams, Ísaks og Jakobs. Sáttmálinn sem þeir gerðu við Guð á við um ykkur!

Þið hafið blessun og ábyrgð að bera vitni um frelsarann og miðla fagnaðarerindinu.

Þið eruð líka kölluð til að bjóða öllum að gera og halda sáttmála og taka á móti helgiathöfnum prestdæmisins. Russell M. Nelson forseti sagði þetta allt vera hluta af samansöfnun Ísraels, sem „væri það mikilvægasta sem ætti sér stað á jörðinni á okkar tíma“ („Hope of Israel,“ [heimslæg trúarsamkoma fyrir ungmenni, 3. júní 2018], 8, ChurchofJesusChrist.org).