„Tengjast,“ Til styrktar ungmennum, mars 2022.
Tengjast
Adam L.
15 ára, Jamaíka
Foreldrar mínir sýna mér kristilega breytni. Þau eru alltaf að hjálpa fólki! Þegar þau þjóna öðrum kvarta þau ekki. Þau halda hvíldardaginn heilagan. Þau flytja líka bænir alla morgna og öll kvöld.
Ég læri meira af foreldrum mínum. Pabbi er mikill listamaður. Hann er einkar góður í því að skyggja með blýanti. Ég set mér markmið um að bæta listhæfni mína og fylgist því vandlega með honum.
Ég hef líka sett mér markmið um að fá góðar einkunnir í skóla. Stundum er ég kvíðinn fyrir próf. Eitt skiptið var einkar slæmt, svo ég baðst fyrir. Eftir það skynjaði ég ljós og hamingju hið innra. Ég gat tekið prófið án vandkvæða. Ég veit að heilagur andi hjálpaði mér að láta af ótta mínum.
Eitt sinn tók ég þátt í því þjónustuverkefni að aðstoða við veggmálun í skóla í nágrenninu. Í fyrstu vildi ég ekki vera þarna, en leið síðan betur þegar á dró. Í hvert sinn sem ég fer framhjá þessum skóla núna, þá finnst mér ég hafa staðið mig vel. Ég veit að ég hjálpaði börnunum þar.