2022
Þrjár ábendingar til að draga úr deilum í fjölskyldu ykkar
Mars 2022


„Þrjár ábendingar til að draga úr deilum í fjölskyldu ykkar,“ Til styrktar ungmennum, mars 2022.

Lífshjálp

Þrjár ábendingar til að draga úr deilum í fjölskyldu ykkar

Deilir fjölskylda ykkar stundum? Þið eruð ekki ein um það.

stúlka
piltur

Myndskreyting eftir Alyssa M. Gonzalez

  • „Þetta er ekki sanngjarnt! Það er komið að mér!

  • Hey, þú baðst mig ekki að lána þér þetta!“

  • „Pabbi! Anita rak út úr sér tunguna framan í mig!“

Ef eitthvað af þessu hljómar kunnuglega, gætuð þið einmitt átt fjölskyldu. Allar fjölskyldur fá sinn skerf af deilum. Öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni, sagði eitt sinn að börnin hans hefðu kvartað: „[Mamma,] hann andar að sér mínu lofti!“1

Það er eðlilegt að fjölskyldur deili. Í raun þá leggur einn mikið á sig til að svo sé. Frelsarinn kenndi skýrt: „Sá, sem haldinn er anda sundrungar er ekki minn, heldur djöfulsins, sem er faðir sundrungar og egnir menn til deilna og reiði hvern gegn öðrum“ (3. Nefí 11:29).

Óttast þú eigi! Fagnaðarerindið kennir að við getum gert margt til að draga úr deilum í fjölskyldu okkar – og upplifað mikla gleði!

Ábending 1: Fjarlægja eldsneytið

stúlka með eldsneytisbrúsa

Eldsneyti þarf eld til að brenna. Það sama gildir um deilur. Ekkert magnar upp deildur jafn mikið og meiri deilur. Hvað getið þið þá gert þegar einhver tekur að deila við ykkur?

Þið getið einfaldlega neitað að deila. Frelsarinn er okkur fullkomið fordæmi um þetta. Í þjónustutíð sinni sætti hann illri meðferð, var hataður, svikin og loks krossfestur. Þótt andsvör hans væru ákveðin og beinskeytt, bjó aldei í honum andi sundrungar. Þegar dró að lokum, barðist hann ekki á móti, þótt hann hefði getað kallað niður „meira en tólf sveitir engla“ sér til hjálpar (Matteus 26:53). Þess í stað bað hann fyrir óvinum sínum, jafnvel þegar hann hékk á krossinum (sjá Lúkas 23:34).

Að neita að deila, gerir ykkur kleift að hlusta betur. Þegar við hlustum betur, eigum við hægar með að tjá okkur og vera friðflytjendur. Að neita að deila, felur líka í sér að svara af rósemd og gera það sem við getum til að tilfinningar okkar taki ekki völdin.

Án viðbætts eldsneytis, munu flestar deilur deyja út. Líkt og ritningin kennir: „Mildilegt svar stöðvar bræði“ (Orðskviðirnir 15:1).

Ábending 2: Sýna elsku

fjölskylda

Að sýna fjölskyldumeðlimum ykkar elsku, er besta aðferðin til að deilur verði ekki á heimili ykkar. Það getur jafnvel komið í veg fyrir að deilur komi upp á heimili ykkar!

Þótt deilur geti smogið í gegnum varnir ykkar, geta elska og góðvild snúið vörn í sókn.

Íhugið frásögnina í Biblíunni um konuna sem staðin var að hórdómi. Samkvæmt lögmáli Móse, átti að grýta hana. Reiður skríll krafðist þess að Jesús fordæmdi hana.

Hvernig brást frelsarinn við? Í fyrsta lagi brást hann ekki við kröfu þeirra samstundis. Hann kraup og teiknaði í sandinn um stund áður en hann tók til máls. (Ábending: Stundum er best að bregðast ekki strax við í mesta tilfinningaflóðinu.)

Hann sýndi síðan konunni elsku og samkennd, er hann sagði við fjöldann: „Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana“ (Jóhannes 8:7).

Jesús sýndi konunni elsku, en fordæmdi hana ekki. Hann fyrirgaf henni fúslega og bauð henni: „Far þú. Syndga ekki framar“ (Jóhannes 8:11).

Segið fjölskyldumeðlimum ykkar að þið elskið þá. Sýnið þá elsku með því að fyrirgefa þeim og gera þeim kleift að breytast – jafnvel þótt þeir séu ykkur reiðir. Elska getur skipt sköpum

Ábending 3: Biðja

stúlka á bæn

Bænin færir blessanir Guðs í líf okkar. Í Mormónsbók kenndi Amúlek: „Þið verðið að opna sálir ykkar í herbergjum ykkar og í fylgsnum ykkar og í óbyggðum ykkar.

Já, … látið þá hjörtu ykkar vera þrungin og í stöðugri bæn til hans um velferð ykkar og einnig velferð þeirra, sem umhverfis ykkur eru (Alma 34:26–27).

Þeir „sem umhverfis ykkur eru“ á vissulega við um fjölskyldu ykkar – jafnvel þá sem ekki búa hjá ykkur einmitt nú. Biðjið því með fjölskyldu ykkar. Biðjið fyrir fjölskyldu ykkar. Biðjið þess að þið fáið haldið aftur af reiðinni þegar einhver kemur ykkur úr jafnvægi. Biðjið þess að fá að vita hvernig bregðast skal við erfiðum aðstæðum sem upp koma í fjölskyldu ykkar. Biðjið um guðlegt liðsinni. Biðjið þess að meiri glaðværð og elska sé á heimili ykkar. Gerið síðan allt sem þið getið til að það verði að veruleika.

Þegar þið reynið að lifa betur eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, munið þið sjá að fjölskylda ykkar mun líka blessuð. Draga mun úr deilum og gleðin verður meiri.