„Hvað ætti ég að gera þegar mér finnst tilraunir mínar til að miðla fagnaðarerindinu ekki bera árangur?“ Til styrktar ungmennum mars 2022.
Spurningar og svör
„Hvað ætti ég að gera þegar mér finnst tilraunir mínar til að miðla fagnaðarerindinu ekki bera árangur?“
Fylgið fordæmi Krists
„Eitt sinn sagði kennarinn minn að Guð væri ekki til. Ég hafði verið að lesa Mormónsbók dag hvern og vissi að það var ósatt sem hann sagði. Ég reyndi að miðla vitnisburði mínum, en hann hlustaði ekki. Ég hef lært að verk mína tala hærra en orð mín. Vinir mínir sýna mér mikinn stuðning við að lifa staðlana mína. Þeir fylgjast grannt með mér því ég er meðlimur kirkjunnar.“
Valeria F., 18 ára, Hondúras
Biðjið um aðstoð
„Við getum miðlað fagnaðarerindinu á ótal marga vegu. Stundum tryggir ekki okkar besta framlag að vinir okkar meti okkur réttilega. Þið eruð ekki einsömul. Biðjið himneskan föður og frelsarann um liðsinni. Þið gætuð uppgötvað eitthvað nýtt.“
Banri O., 15 ára, Japan
Sýnið gott fordæmi
„Ég hef ætíð hugfast þessa leiðsögn leiðtoga minna: ,Að sýna gott fordæmi, er ein besta leiðin til að miðla fagnaðarerindinu.‘ Ef við gerum okkar besta til að vera öðrum góð fyrirmynd og ljós, verður auðveldara að miðla fólki fagnaðarerindinu. Að vera fulltrúi Jesú Krists, getur fært miklar blessanir í líf okkar og þeirra sem umhverfis eru.
Bonnie Q., 16 ára, Bólivíu
Valið er þeirra
„Mér hefur oft verið hafnað þegar ég hef miðlað fagnaðarerindinu. Af hreinskilni, þá hef ég stundum orðið sorgmædd, því ég sé engan árangur. Ég hef lært að það er ekki mín sök ef fólk meðtekur ekki fagnaðarerindið. Valið er þess og mér ber að sýna þolinmæði. Erfiði mitt gæti síðar borið ávöxt. Ég get alltaf beðið fyrir því fólki sem ég býð.“
Cristina B., 18 ára, Rúmeníu
Kenna og breyta eins og Kristur
„Við gætum hugsað upp nýjar og skemmtilegar leiðir til að miðla fagnaðarerindinu. Við gætum til að mynda lært hvernig Jesús Kristur prédikaði með dæmisögum og verkum. Verk okkar sýna hver við erum og staðla okkar.
Johann S., 16 ára, Bólivíu
Verið þolinmóð
„Mér hefur oft verið hafnað þegar ég hef miðlað fagnaðarerindinu. Af hreinskilni, þá hef ég stundum orðið sorgmædd, því ég sé engan árangur. Ég hef lært að það er ekki mín sök ef fólk meðtekur ekki fagnaðarerindið. Valið er þess og mér ber að sýna þolinmæði. Erfiði mitt gæti síðar borið ávöxt. Ég get alltaf beðið fyrir því fólki sem ég býð.“
Cristina B., 18 ára, Rúmeníu
Haldið áfram að reyna
„Þegar ég býð vinum mínum að koma í kirkju á sunnudögum hafna þeir oft boði mínu. Það er erfitt að kyngja höfnun, en þegar ég les ritningarnar veit ég að hvaðeina sem við gerum fyrir aðra, gerum við fyrir Jesú Krist. Ég trúi að þolinmæði sé lykilatriði. Við vitum aldrei hvenær orð okkar gætu blessað aðra.“
Valeria V., 14 ára, Bólivíu
Biðjið fyrir þeim
„Auðveld leið til að miðla fagnaðarerindinu er að sýna vinum ykkar elsku. Þið getið beðist fyrir um hugrekki til að miðla fagnaðarerindinu. Þið getið líka beðist fyrir um að þeir hljóti aukinn skilning á boðskap fagnaðarerindisins.“
Yuria K., 18 ára, Japan