2022
Af hverju breytti Guð nafni Jakobs í Ísrael?
Mars 2022


„Af hverju breytti Guð nafni Jakobs í Ísrael?“ Til styrktar ungmennum, mars 2022.

Kjarni málsins

Af hverju breytti Guð nafni Jakobs í Ísrael?

stúlka

Mynd eftir Keith Larson

Jakob var sonur Ísaks og sonarsonur Abrahams. Eins og þeir, þráði Jakob réttlætið og leitaði blessana Drottins.

Á mikilvægum tímapunkti í lífi Jakobs, „glímdi hann við mikilvæga áskorun. Reynt var á sjálfræði hans. Með því að glíma við þessa áskorun, sannreyndi Jakob hvað honum var mikilvægast. Hann sýndi að hann var fús til að láta Guð ríkja í lífi sínu. Guð endurgalt það með því að breyta nafni Jakobs í Ísrael, sem merkir ,lát Guð ríkja.‘ Guð lofaði Ísrael síðan að allar þær blessanir sem hann hafði lofað Abraham yrðu líka hans“ (Russell M. Nelson, „Lát Guð ríkja,“ aðalráðstefna, október 2020). Að taka þetta nýja nafn, var tákn um að taka á móti sáttmálanum sem faðir hans og afi höfðu tekið á móti.

Þegar við erum skírð gerum við sáttmála. Við sýnum líka að við séum fús til að taka á okkur nýtt nafni – nafn Jesú Krists. Auk þess verðum við hluti af Ísraelsætt – þeim sem hafa gert sáttmála við Guð og lofað að „[láta] Guð ríkja“ í eigin lífi. Guð lofar okkur þá sömu blessunum og hann lofaði Abraham, Ísak og Jakob.