„Trúarumbreyting að vilja Guðs,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.
Laugardagssíðdegi
Trúarumbreyting að vilja Guðs
Útdráttur
Eftir ævilanga þjónustu og andlegar upplifanir, hef ég öðlast skilning á því að sönn trúarumbreyting er árangur þess að samþykkja vilja Guðs af ásetningi og að við getum notið leiðsagnar heilags anda. …
Hverjar eru skyldurnar sem fylgja trúarumbreytingu? …
… Frelsarinn býður okkur náðarsamlega að vera rödd hans og hendur. Elska frelsarans verður okkur leiðarljós. Frelsarinn kenndi lærisveinum sínum: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum“ [Matteus 28:19]. Hann sagði við Joseph Smith: „Prédikið fagnaðarerindi mitt fyrir hverri skepnu, sem ekki hefur meðtekið það“ [Kenning og sáttmálar 112:28]. …
Til að fyrirmæli frelsarans um að miðla fagnaðarerindinu verði hluti af því hver við erum, þurfum við að upplifa trúarumbreytingu að vilja Guðs; við þurfum að elska náunga okkar, miðla hinu endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists og bjóða öllum að koma og sjá. …
Persónuleg trúarumbreyting okkar felur í sér ábyrgðina að miðla heiminum fagnaðarerindi Jesú Krists.
Blessanir þess að miðla fagnaðarerindinu felast meðal annars í því að við aukum trúarumbreytingu okkar að vilja Guðs og látum Guð ríkja í lífi okkar. Við blessum aðra, svo þeir megi upplifa að „gjörbreyting“ hafi orðið í hjörtum þeirra [Alma 5:14]. Það felst sannlega eilíf gleði í því að hjálpa við að leiða sálir til Krists. Að vinna að eigin trúarumbreytingu og annarra, er hið göfuga verk.