2022
Lampi fóta okkar
Ágúst 2022


„Lampi fóta okkar,“ Til styrktar ungmennum, ágúst 2022.

Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, ágúst 2022

Lampi fóta okkar

Algengur hlutur Ísraelsmanna til forna getur kennt um það hvernig Drottinn leiðbeinir okkur.

olíulampi

Staðreyndir

Á tímum Gamla testamentisins hafði fólk olíulampa með í för til að lýsa sér í myrkrinu. Flestir þessara lampa höfðu þrjá megin eiginleika:

  1. Skál úr leir fyrir ólífuolíuna; yfirleitt svo lítil að hægt var að halda á henni í lófa sér

  2. Kveikur úr hör til uppkveikju eftir að hann hafði drukkið í sig olíuna

  3. Stútur til að halda kveiknum

Einfaldir olíulampar með aðeins einum kveik, lýstu einungis upp um það bil eins meters umhverfi. Ef þeir voru notaðir á göngu, var ljósvarpi þeirra rétt nægilegur til að sjá skref fram fyrir sig, svo hægt væri að fara varlega um í myrkrinu.

Það sem læra má

Jesús Kristur heldur á olíulampa

Notað með leyfi. Lýs milda ljós, eftir Simon Dewey. Með góðfúslegu leyfi altusfineart.com © 2022.

Orð Drottins getur lýst okkur í gegnum myrkrið og óvissuna sem umlykja okkur í heiminum.

Drottinn hefur beðið okkur að dylja ekki ljós okkar, heldur bera ljós fagnaðarerindisins með okkur, svo aðrir geti séð það (sjá Matteus 5:14–16).

Það er undir okkur komið að tryggja að lampar okkar séu fylltir olíu (sjá Matteus 25: 1–13). Þetta gerum við með með því að biðja, læra ritningarnar, þjóna, fylgja spámanninum, ásamt öðrum trúarverkum og trúrækni (sjá Spencer W. Kimball, Faith Precedes the Miracle [1972], 256).

Ef við iðkum trú, lýsir Drottinn stundum veg okkar nægilega svo við getum tekið næsta skref (sjá Boyd K. Packer, „The Candle of the Lord,“ Ensign, jan. 1983, 54).