„Ekki bíða! Verið eins og hirðarnir,“ Til styrktar ungmennum, des. 2022. Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, desember 2022 Lúkas 2:8–20 Ekki bíða! Verið eins og hirðarnir Eric B. Murdock; Darren Rawlings myndskreytti Á hljóðri nóttu fyrir löngu, gættu hirðar hjarðar sinnar. Hirðarnir höfðu mikilvægt hlutverk. Sauðirnir þurftu næringu, vatn og vernd frá hættu. Skyndilega birtist engill! „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð. … Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“ Engillinn sagði hirðunum að þeir myndu finna ungbarnið reifað og lagt í jötu í Betlehem. Englakór fyllti himininn og þeir lofuðu Guð með englinum. „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.“ „Förum beint til Betlehem að sjá það sem gerst hefur og Drottinn hefur kunngjört okkur.“ Hirðarnir biðu ekki. Þetta var of mikilvægt! Þeir „fóru með skyndi“ til Betlehem. Hirðarnir fundu Jesú reifaðan og liggjandi í jötu, alveg eins og engillinn sagði. Þetta var hinn fyrirheitni Messías sem kom til að vera frelsari og lausnari heimsins og færa okkur sanna gleði! Hirðarnir voru mjög spenntir! Þeir sögðu frá því sem þeir höfðu séð og heyrt. „Frelsari heimsins er fæddur!“ „Messías er loks kominn!“ Hirðarnir „fóru með skyndi“ til Jesú. Þið getið það líka! Þið getið lært um hann. Þið getið þjónað honum með þjónustu við aðra. Þið getið vitnað um hann. © 2022 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, December 2022. Icelandic. 18318 190