„Getsemane,“ Til styrktar ungmennum, júní 2023.
Staðir í ritningunum
Getsemane
Lærið meira um staðinn þar sem þjáningar frelsarans í okkar þágu hófust.
Hvar er þetta?
Í hlíð Olíufjallsins, austur af Jerúsalem (hægra megin á myndinni, merkt með risavöxnu tré).
Hvað var þar?
Ólífutrjálundur og líklega pressa til að ná olíu úr ólífunum.
Hvað gerðist þar?
Eftir síðustu kvöldmáltíðina fór Jesús Kristur með ellefu postulum sínum til Getsemane. Hann fór síðan afsíðis til að biðjast fyrir og tók Pétur, Jakob og Jóhannes með sér.
„[Að honum] setti … ógn og angist.“ Hann sagði: „Sál mín er hrygg allt til dauða“ (Markús 14:33–34).
Hann bað: „Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.
Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.
Og hann komst í dauðans angist og baðst enn ákafar fyrir en sveiti hans varð eins og blóðdropar er féllu á jörðina“ (Lúkas 22:42–44).
Eftir þessar miklu þjáningar frelsarans, var hann svikinn af Júdasi og handtekinn af leiðtogum Gyðinga og hópi rómverskra hermanna.
© 2023 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, June 2023. Language. 19026 000