„Hverju lofum við nákvæmlega þegar við erum skírð?,“ Til styrktar ungmennum, júní 2024.
Mánaðarlegur boðskapur: Til styrktar ungmennum, júní 2024
Hverju lofum við nákvæmlega þegar við erum skírð?
Ritningarnar kenna okkur að þegar við erum skírð, gerum við sáttmála (eða lofum) að vera viljug til að taka á okkur nafn Jesú Krists, þjóna Guði og halda boðorð hans (sjá Mósía 18:10; Kenning og sáttmálar 20:37, 77).
Við lærum líka í ritningunum að skírnin hjálpar okkur að uppfylla þrá okkar um að „komast í hjörð Guðs og kallast hans lýður“ (Mósía 18:8). Með öðrum orðum, ein ástæða fyrir því að við skírumst er sú að við viljum ganga í kirkju Jesú Krists og njóta kærleikans og því að tilheyra, sem hlýst með því að vera sameinuð í Kristi.
Skuldbindingin um að þjóna Drottni og halda boðorð hans getur falið í sér margt út í gegnum lífið. Til dæmis, felur hún í sér að vera „fús að bera hver annars byrðar, … syrgja með syrgjendum, já, og hugga þá sem huggunar þarfnast, og standa sem vitni Guðs alltaf, í öllu og alls staðar“ (Mósía 18:8).
© 2024 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, June 2024. Icelandic. 19299 190