2010–2019
Tilefni vonar okkar
október 2014


Tilefni vonar okkar

Vitnisburður um von endurlausnar er nokkuð sem ekki er hægt að mæla eða telja. Jesús Kristur er uppspretta þeirrar vonar.

Fyrir nokkrum árum fórum við systir Packer til Oxford háskólans. Við vorum að leita að skjölum er vörðuðu sjöunda langafa minn. Dr. Poppelwell, forsvarsmaður Christ´s College í Oxford háskólanum, var svo góðfús að biðja skjalavörð um að koma með skjölin. Í skjölunum, dagsettum 1583, fundum við nafn forföðurs míns, John Packer.

Ári eftir snérum við aftur til Oxford og gáfum bókasafninu í Christ´s College helgiritin fallega innbundin. Dr. Poppelwell fannst þetta örlítið vandræðalegt. Kannski taldi hann okkur ekki í raun vera kristin. Hann kallaði því á prest skólans sem tók á móti bókunum.

Áður en ég gaf prestinum bækurnar þá opnaði ég Leiðarvísi að ritningunum og sýndi honum eitt efni: Átján blaðsíður af mjög fíngerðu letri, eitt línubil, sem á voru tilvísanir um atriðið„Jesú Kristur.“ Þetta er eitt af yfirgripsmesta safnverk tilvísana í ritningunum um frelsarann sem nokkru sinni hefur verið tekið saman í sögu heimsins – vitnisburður úr Gamla og Nýja testamentinu, Mormónsbók, Kenningu og sáttmálum og Hinni dýrmætu perlu.

„Það skiptir ekki máli hvernig þú skoðar þessar tilvísanir,“ sagði ég við hann, „til hliðar, upp og niður, úr einni bók í aðra, efnislega – þú munt komast að raun um að þær eru samkvæmar sjálfum sér og samhljómandi vitni um guðdómleika ætlunarverks Drottins Jesú Krists – fæðingar hans, líf hans, kennslu hans, krossfestingar hans, upprisu hans og friðþægingar hans.

Andrúmsloftið breyttist eftir að við deildum nokkrum af kenningum frelsarans með prestinum og hann sýndi okkur um svæðið, þar á meðal veggmyndir, dagsettar frá rómverska tímabilinu, sem höfðu þá nýlega fundist.

Á meðal þeirra tilvísana sem er að finna í Leiðarvísi að ritningunum er þessi úr Mormónsbók: Annað vitni um Jesú Krist. „Vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist, vér spáum um Krist og vér færum spádóma vora í letur, svo að börn vor viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna“ (2 Ne 25:26).

Frelsarinn hefur lýst yfir með eigin orðum „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“ (Jóh 14:6).

Í Mormónsbók lýsir hann yfir: „Sjá. Ég er sá sem fyrirbúinn var frá grundvöllun veraldar til að endurleysa fólk mitt. Sjá. Ég er Jesús Kristur. … Í mér mun allt mannkyn eiga líf og það eilíflega, já, þeir sem á nafn mitt munu trúa, og þeir skulu verða synir mínir og dætur mínar“ (Eter 3:14).

Það eru margar aðrar tilvísanir í helgiritunum sem lýsa yfir himnesku hlutverki Jesú Krists sem lausnara allra sem fæðst hafa eða munu nokkru sinni fæðast.

Eins og greint er frá í 1. Koruntubréfinu þá erum við öll endurleyst frá fallinu, sem átti sér stað þegar Adam og Eva borðuðu af forboðna ávextinum í aldingarðinum Eden, fyrir tilstilli friðþægingar Jesú Krists. „Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist“ (1 Kor 15:22).

Mormónsbók kennir: „Nauðsynlegt er að friðþæging verði gjörð…, því að annars hlýtur allt mannkyn óhjákvæmilega að farast. Já, allir eru forhertir. Já, allir eru fallnir og glataðir og hljóta að farast án friðþægingar,… algjör og eilíf fórn“ (Alma 34:9–10).

Við lifum ef til vill ekki fullkomnu lífi og við þurfum að greiða fyrir mistök okkar, hins vegar samþykktum við, áður en við komum til jarðar, að fara eftir hans lögmálum og taka á móti hegningu fyrir það að brjóta þessi lögmál.

„Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,

og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú“ (Róm 3:23–24).

Frelsarinn hefur framkvæmt friðþæginguna, sem veitir okkur leið til að hreinsast. Jesús Kristur er hinn upprisni Kristur. Við tilbiðjum og viðurkennum Krist vegna þess sársauka sem hann þjáðist fyrir okkur sem heild og fyrir sársaukann sem hann þoldi fyrir sérhvert okkar, bæði í Getsemane garðinum og á krossinum. Allt bar hann af lítillæti og með eilífum skilningi á himnesku hlutverki sínu og tilgangi.

Þeir sem munu iðrast og yfirgefa syndina munu komast að því að miskunnsamur og útréttur handleggur hans bíður þeirra. Þeir sem hlusta á og hlýða orðum hans og orðum útvalinna þjóna hans munu finna frið og skilning, jafnvel mitt í miklum sársauka og sorg. Fórn hans var færð til að frelsa okkur frá áhrifumsyndar svo allir gætu losnað við sekt og fundið von.

Það væri engin endurlausn ef hann hefði ekki náð að friðþægja. Þetta væri erfiður heimur að lifa í ef við gætum ekki hlotið fyrirgefningu á mistökum okkar, ef við gætum aldrei hreinsast og haldið áfram.

Miskunn og náð Jesú Krists er ekki einvörðungu fyrir þá sem fremja syndir, hvort sem það er meðvitað eða vanrækslu syndir, heldur innifelur hún loforð um ævarandi frið til handa öllum sem vilja meðtaka og fylgja honum og kenningum hans. Miskunn hans er kraftmikill læknir, jafnvel fyrir hina saklausu sem eru særðir.

Nýlega fékk ég bréf frá konu sem greindi frá því að hún hefði þolað miklar þjáningar í lífi sínu. Eitthvað hræðilegt, sem hún nefndi ekki en vísaði óbeint í, hafði verið gert henni. Hún játaði vera að takast á við mikinn biturleika. Í reiði sinni, hrópaði hún: „Einhver þarf að gjalda fyrir þennan hræðilega atburð.“ Hún skrifaði, á þessum öfgakennda tímapunkti sorgar og spurninga,, kom tafarlaust svar í hjarta hennar: „Einhver hefur nú þegar goldið.“

Ef við erum ekki meðvituð um fórnina sem frelsarinn færði fyrir okkur þá má vera að við förum í gegnum lífið íþyngd eftirsjá vegna einhvers sem við höfum gert einhverjum, sem ekki var rétt, eða móðgað einhvern. . Hægt er að losna við sektarkenndina sem fylgir mistökum. Ef við leitumst eftir að skilja friðþægingu hans þá munum við öðlast dýpri lotningu fyrir Drottni Jesú Kristi, sendiför hans hér á jörðunni og himnesku hlutverki hans sem frelsara okkar.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var endurreist til að færa öllum heiminum þekkingu á lífi og kenningum frelsarans. Þessi stórkostlega ráðstefna er send út með tilstilli gervihnattar á 94 tungumálum til 102 landa en hún er einnig aðgengileg á Alnetinu sérhverri þjóð þar sem kirkjan er leyfð. Við erum með liðlega 3.000 stikur. Fastatrúboðar okkar eru nú rúmlega 88.000 talsins og fjöldi meðlima kirkjunnar er yfir 15 milljónir. Þessar tölur eru sönnun þess að „steinninn, sem losaður er úr fjallinu án þess að hendur komi nærri“ heldur áfram að velta þar til hann hefur fyllt „alla jörðina“ (K&S 65:2).

Það skiptir ekki máli hversu stór heild kirkjunnar verður eða hversu margar milljónir meðlima bætast við, það skiptir ekki máli hversu margar álfur eða lönd trúboðar okkar fara til eða hversu mörg mismunandi tungumál við tölum. Hin raunverulegi árangur fagnaðarerindis Jesú Krists er mældur í andlegum styrk sérhvers meðlims. Við þurfum á styrk þeirrar sannfæringar að halda sem er að finna í hjarta sérhvers tryggs lærisveins Krists.

Vitnisburður um von endurlausnar er nokkuð sem ekki er hægt að mæla eða telja. Jesús Kristur er uppspretta þeirrar vonar.

Við leitumst eftir að styrkja vitnisburði ungra sem aldinna, giftra sem einhleypra. Við þurfum að kenna mönnum, konum og börnum af sérhverjum kynþætti og þjóðerni, ríkum sem fátækum, fagnaðarerindi Jesús Krists. Við þurfum á hinum nýskírðu að halda og þeirra sem eru afkomendur frumkvöðlanna.. Við þurfum að teygja okkur til þeirra sem villst hafa af leið og leiða þá aftur til baka. Við þurfum á visku, innsæi og andlegum styrk sérhvers að halda. Hver meðlimur þessarar kirkju, sem einstaklingur, er mikilvægur hlutur af heild kirkjunnar.

„ Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.

Í einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami. …

Því líkamann er ekki einn limur, heldur margir“ (1 Kor 12:12–14).

Sérhver meðlimur er sem vitnisburður um líf og kenningar Jesú Krists. Við erum í stríði við vald andstæðingsins og við þurfum á sérhverjum að halda ef við ætlum að ná árangri í því starfi sem frelsarinn hefur fyrir okkur.

Vera kann að þið hugsið: „Hvað get ég gert? Ég er bara ein manneskja.“

Joseph Smith hlýtur að hafa stundum fundist hann vera mjög einsamall. Hann varð mikill en hóf för sína sem 14 ára drengur með spurningu: „Í hvaða kirkju af öllum á ég að ganga í?“ (sjá Joseph Smith–Saga 1:10). Trú og vitnisburður Josephs á frelsaranum óx, eins og okkar þarf að vaxa, „orð á orð ofan og setning á setning ofan, örlítið hér, örlítið þar“ (2 Ne 28:30; sjá einnig K&S 128:21). Joseph kraup í bæn og dásamlegir atburðir hafa átt sér stað í kjölfarið á þessari bæn og fyrstu sýninni.

Sem einn af postulunum tólf ber ég vitni um Drottinn, Jesú Krist. Hann lifir. Hann er lausnari okkar og frelsari. „Fyrir friðþægingu Krists geti allir menn orðið hólpnir“ (Trúaratriðin 1:3). Hann er í forsæti í þessari kirkju. Hann er ekki ókunnugur þjónum sínum. Andi hans mun vera með okkur er við full sjálfstrausts þokumst inn í framtíðina . Kraftur hans til að blessa og leiðbeina lífi þeirra sem leita sannleika og réttlætis á sér engan endi. Ég ber vitni um hann, í nafni Jesú Krists, amen.