2010–2019
Það er aldrei of snemmt og það er aldrei of seint
Október 2015


Það er aldrei of snemmt og það er aldrei of seint

Það er aldrei of snemmt og aldrei of seint að leiða, leiðbeina og ganga við hlið barna okkar, því fjölskyldur eru eilífar.

Bræður og systur, við eigum í stríði við heiminn. Í fortíðinni hefur heimurinn barist um orku og tíma barna okkar. Í dag snýst baráttan um auðkenni og huga þeirra. Margar háværar og sterkar raddir eru að reyna að skilgreina hver börn okkar eru og hvað þau ættu að trúa á. Við getum ekki leyft samfélaginu að endurskilgreina fjölskyldu okkar að ímynd heimsins. Við verðum að vinna þessa orrustu. Hér er allt lagt undir.

Börnin í kirkjunni syngja lag sem kennir þeim raunverulegt eðli þeirra: „Guðs barnið eitt ég er. Hann um mig heldur vörð, og pabba og mömmu mér hann gaf.“ Síðan er það bón barnsins til okkar: „Leið mig, viltu vísa mér á. … Kenn mér svo hans ég eignist orð, og ekki verði of seint.“1

Russell M. Nelson kenndu okkar á síðustu aðalráðstefnu að héðan í frá þurfum við gefa okkur að vísvitandi „[uppeldisstarfi] foreldra!“2 Þetta eru örðugar tíðir. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Guð vissi að svona yrði þetta og hann lét okkur í té ráðleggingar í ritningunum svo við gætum vitað hvernig aðstoða ætti börn okkar og barnabörn.

Frelsarinn með börnunum í Mormónsbók

Í Mormónsbók birtist frelsarinn Nefítunum. Hann safnaði litlum börnum þeirra saman í kringum sig. Hann blessaði þau, bað og grét yfir þeim.3 Síðan sagði hann við foreldra þeirra: „Lítið á börn yðar.“4

Orðið lítið þýðir að horfa og sjá. Hvað vildi Jesús að foreldrarnir myndu sjá í litlu börnunum? Vildi hann að þeir myndu fá nasasjón af himneskum möguleikum barnanna?

Hvað vill frelsarinn að við sjáum í okkar eigin börnum og barnabörnum er við horfum á þau í dag? Skiljum við að börn okkar er stærsti hópur trúarnema kirkjunnar í dag? Hvað þurfum við að gera til þess að varanleg trúarumbreytingu þeirri verði að veruleika?

Frelsarinn kennir okkur um varanlega trúarumbreytingu í Matteusarguðspjalli. Stór hópur fólks hafði safnast saman nálægt Galíleuvatni til að hlusta á kennslu hans.

Við þetta tækifæri sagði Jesús sögu um sáðkornin – dæmisöguna um sáðmanninn.5 Hann útskýrði fyrir lærisveinum sínum, sem og okkur: „Þegar einhver heyrir orðið um ríkið og skilur ekki, þá kemur hinn vondi og rænir því, sem sáð var í hjarta hans.“6 Boðskapurinn til foreldra er skýr: Það er munur á því að heyra og skilja. Ef börn okkar heyra eingöngu en skilja ekki fagnaðarerindið, þá er dyrin skilin eftir opin fyrir Satan að koma og fjarlæga sannleikann úr hjarta þeirra.

Hins vegar, ef við náum að hjálpa þeim að skjóta djúpum rótum trúarumbreytingar í hita dagsins, þegar þetta líf verður erfitt – og það mun verða erfitt – þá getur fagnaðarerindi Jesú Krists veitt þeim það sem ekki verður fyrir utanaðkomandi áhrifum. Hvernig getum við tryggt að hinn máttugi sannleikur fari ekki aðeins inn um annað eyrað og út um hitt? Það gæti ekki verið nægjanlegt að heyra einungis orðin.

Við vitum öll að orð þróast. Stundum segjum við orðin okkar og þau heyra sín orð. Hægt er að segja við ungt barn: „Þú hljómar eins og rispuð plata.“ Barnið myndi sennilega svara: „Pabbi, hvað er plata?“

Himneskur faðir okkar vill að börnin hans nái árangri, vegna þess, þegar öllu er á botninn hvolft, þá voru þau börnin hans áður en þau urðu börnin okkar. Þið hafið, sem foreldrar í Síon, tekið á móti gjöf heilags anda. Er þið biðjið um leiðsögn, „þá mun hann sýna yður allt, sem yður ber að gjöra“7 við að kenna börnum ykkar. Er þið þróið lærdómsvenju, þá mun „kraftur heilags anda koma því til skila í hjörtum mannanna barna.“8

Mér kemur ekki betra dæmi í huga, til að hjálpa einhverjum að skilja, en sagan um Helen Keller. Hún var blind og heyrnarlaus og heimur hennar var dimmur og þögull. Kennari að nafni Anne Sullivan kom henni til aðstoðar. Hvernig kennið þið barni sem fær hvorki séð ykkur eða heyrt í ykkur?

Helen Keller og Anne Sullivan

Anne baslaði í langan tíma við að ná sambandi við Helen. Síðan var það dag einn, um hádegisbilið, að hún fór með Helen út að vatnsdælunni. Hún setti aðra hönd Helenar undir vatnsstútinn og hóf að pumpa upp vatninu. Anne stafaði síðan orðið V-A-T-N á hina höndina hennar Helen. Ekkert gerðist. Því reyndi hún aftur. V-A-T-N. Helen kreisti höndina á Anne þegar hún tók að skilja. Áður en nátta tók hafði hún lært 30 orð. Innan nokkura mánaða hafði hún lært 600 orð og gat lesið blindraletur. Helen Keller hélt áfram og öðlaðist háskólagráðu og lagði sitt af mörkum við að breyta heiminum fyrir þá sem ekki geta séð eða heyrt.9 Þetta var kraftaverk og kennari hennar kom kraftaverki til leiðar, líkt og þið foreldrar gerið.

Ég sá árangur annars frábærs kennara þegar ég þjónaði sem stikuforseti í BYU-Idaho í stiku ungra og einhleypra. Sú upplifun breytti lífi mínu. Það var þriðjudagskvöld eitt og ég var að taka viðtal við ungan mann sem heitir Pablo, frá Mexíkóborg, sem langaði að þjónað í trúboði. Ég spurði hann um vitnisburð hans og þrá til að þjóna. Svör hans við spurningum mínum voru fullkomin. Síðan spurði ég hann um verðleika. Svör hans voru nákvæm. Í raun voru svörin hans svo góð að ég hugleiddi: „Kannski skilur hann ekki spurningarnar mínar.“ Því umorðaði ég spurningarnar og komst að þeirri niðurstöðu að hann vissi nákvæmlega hvað ég meinti og var algjörlega heiðarlegur.

Mér fannst svo mikið til þessa unga manns koma að ég spurði hann: „Pablo, hver var það sem hjálpaði þér að komast á þennan stað í lífinu, þar sem þú ert svo ráðvandur frammi fyrir Drottni?“

Hann sagði: „Pabbi minn.“

Ég sagði: „Pablo, segðu mér söguna þína.“

Pablo hélt áfram: „Þegar ég var níu ára þá settist pabbi minn niður með mér og sagði ‚Pablo, ég var eitt sinn níu ára líka. Hér eru nokkur atriði sem þú átt kannski eftir að sjá. Þú átt eftir að sjá fólk svindla í skólanum. Kannski áttu eftir að umgangast fólk sem blótar. Það koma sennilega dagar í þínu lífi þar sem þig langar ekki í kirkju. Þegar slíkt gerist – eða eitthvað annað er að angra þig – þá vil ég að þú ræðir við mig og ég skal hjálpa þér með málið. Síðan mun ég segja þér hvað gerist næst.‘“

„Pablo, hvað sagði hann þér þegar þú varst 10 ára?“

„Hann varaði mig við klámi og vafasömum bröndurum.“

„En þegar þú varst 11 ára?“ Spurði ég.

„Hann varaði mig við því sem gæti verið ávanabindandi og minnti mig á að nota valfrelsi mitt.

Hér var faðir, ár eftir ár, „setning á setning ofan, örlítið hér, örlítið þar,“10 að hjálpa syni sínum, ekki eingöngu að heyra, heldur líka að skilja. Faðir Pablo vissi að börnin lærðu þegar þau væru reiðubúin að læra, ekki bara þegar þeim væri kennt. Ég var stoltur af Pablo þegar við sendum frá okkur trúboðsumsóknina hans þetta kvöld, en ég var þó enn stoltari af föður Pablo.

Þegar ég keyrði heim, um kvöldið, spurði ég sjálfan mig: „Hvers konar faðir ætli Pablo verði?“ Svarið var skýrt: Hann verður alveg eins og faðir sinn. Jesús sagði: „Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra.“11 Þetta er mynstrið sem himneskur faðir notar til að blessa börn sín frá kynslóð til kynslóðar.

Ég fann til sorgar er ég hélt áfram að hugsa um sögu Pablo, vegna þess að dætur mínar fjórar voru orðnar fullorðnar og barnabörnin níu, sem ég átti á þeim tíma, bjuggu ekki nálægt mér. Síðan hugsaði ég: „Hvernig gæti ég nokkru sinni hjálpað þeim eins og faðir Pablo hjálpaði honum? Var það orðið of seint?“ Andinn hvíslaði að mér þessum djúpstæða sannleika, er ég fór með bæn í hjarta: „Það er aldrei of snemmt og það er aldrei of seint að hefja þetta mikilvæga ferli.“ Ég vissi strax hvað það þýddi. Ég gat varla beðið eftir að komast heim. Ég bað eiginkonu mína, Sharol, að hringja í öll börnin okkar og segja þeim að við þyrftum að heimsækja þau; ég var með nokkuð mjög mikilvægt sem ég þurfti að segja þeim. Þeim brá örlítið vegna ákafa míns.

Við byrjuðum á elstu dóttur okkar og eiginmanni hennar. Ég sagði: „Móðir þín og ég viljum að þú vitir að við vorum einu sinni á þínum aldri. Við vorum 31 árs og með litla fjölskyldu. Við höfum hugmynd um það sem þið gætuð átt eftir að takast á við. Það gæti verið fjárhagsleg eða heilsufarsleg áskorun. Vera má að reynt verði á trú ykkar. Kannski lífið verði bara yfirþyrmandi. Þegar það gerist, þá viljum við að þið komið og ræðið við okkur. Við munum hjálpa ykkur að ráða fram úr því. Við viljum ekki skipta okkur af ykkar málum öllum stundum, en við viljum að þið vitið að við verðum alltaf ykkur til halds og trausts. Á meðan við erum hér með ykkur, þá vil ég segja ykkur frá viðtali sem ég átti fyrir stuttu við ungan mann að nafni Pablo.“

Að sögu lokinni sagði ég: „Við viljum ekki að þið farið á mis við að hjálpa börnum ykkar og barnabörnum okkar að skilja þennan mikilvæga sannleika.

Bræður og systur, mér er nú betur ljóst en áður hvers Drottinn væntir af mér, sem föður og afa, við að koma á því ferli að hjálpa fjölskyldu minni að heyra ekki aðeins, heldur líka að skilja.

Ég íhuga þessi orð oftar er ég eldist:

Ó, tími, ó, tími, fljúgðu aftur á bak.

Leyfðu að þau veriði litlu börnin mín í enn eina kvöldstund!12

Ég veit að ég get ekki farið aftur til fortíðar, en þetta veit ég þó – að það er aldrei of snemmt og það er aldrei of seint – að leiða, leiðbeina og ganga við hlið barna okkar, því fjölskyldur eru eilífar.

Ég vitna um það að himneskur faðir elskar okkur svo heitt að hann sendi eingetinn son sinn til að lifa dauðlegu lífi svo að Jesús gæti sagt við okkur: „Ég hef verið þar sem þú ert. Ég veit hvað gerist næst og ég get hjálað þér.“ Ég veit að hann mun gera það. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. „Guðs barnið eitt ég er,“Sálmar, nr. 112.

  2. Sjá Russell M. Nelson, “The Sabbath Is a Delight,” Liahona, maí 2015, 131.

  3. Sjá 3 Ne 17:21.

  4. 3 Ne 17:23.

  5. Sjá Matt 13:1–13.

  6. Matt 13:19; skáletrað hér.

  7. 2 Ne 32:5.

  8. 2 Ne 33:1.

  9. Sjá “Anne Sullivan,” biography.com/people/anne-sullivan-9498826; “Helen Keller,” biography.com/people/helen-keller-9361967.

  10. Sjá Jes 28:10.

  11. Jóh 5:19.

  12. Tekið úr Elizabeth Akers Allen’s poem “Rock Me to Sleep,” ritstýrt af William Cullen Bryant, The Family Library of Poetry andSong (1870), 222–23.