2008
ÉG FANN FYRIR HANDLEIÐSLU
Mars 2008


ÉG FANN FYRIR HANDLEIÐSLU

Þegar ég starfaði sem ungur trúboði í Noregi, boðaði trúboðsforsetinn trúboðana saman til að greina okkar frá því að við hefðum verið beðnir að syngja við tvær vígsluathafnir er London-musterið í Englandi var vígt árið 1958. Ég var beðinn að vera undirleikari.

Þegar við komum í musterið komst ég að því mér til undrunar að ég átti að leika á orgel í stað píanós. Ég hafði aldrei leikið á þetta orgel áður, svo ég varð að biðja einhvern um hjálp við að stilla það. Himneskur faðir heyrði örvæntingarfullt ákall mitt og systir nokkur kom mér til bjargar og stillti orgelið fyrir forspilið og síðan kórsönginn.

Mitt í örvæntingu minni fann ég ró færast yfir mig. Og þegar ég tók að leika á orgelið, sem var mér algjörlega ókunnugt, fann ég elsku og handleiðslu frelsarans. Þegar kórinn hafði sungið einn sálminn, sneri David O. McKay forseti sér að trúboðsforsetanum og sagði: „Mjög gott.“ Tilfinningar mínar báru mig næstum ofurliði vegna blessunarríkrar frammistöðu okkar. Hún var lýtalaus.

Jesús Kristur er sonur Guðs, hinn eingetni föðurins. Hann er hinn heilagi Messías, friðarhöfðinginn. Hann lifir og mun koma að nýju.