2014
Færa steininn úr stað
Apríl 2014


Færa steininn úr stað

Úr „Drawing Closer to God,” Líahóna, nóv. 2013, 105.

Öldungur Terence M. Vinson

Ungur drengur var eitt sinn að reyna að jafna út moldarsvæði á bak við húsið sitt til að geta leikið sér þar með bílana sína. Stór steinn var þar í vegi hans. Drengurinn ýtti og togaði af öllum kröftum. En sama hversu mikið hann lagði á sig, þá hreyfðist steinninn ekki.

Faðir hann horfði á son sinn smástund, kom svo til hans og sagði: „Þú þarft að nota alla þína krafta til að bifa svo stórum steini.“

Drengur svaraði: „Ég hef notað alla mína krafta!“

Faðir hans leiðrétti hann: „Nei, það er ekki rétt, þú hefur ekki enn beðið mig um að hjálpa!“

Þeir beygðu sig niður saman og færðu steininn auðveldlega.

Drottinn vill að við reiðum okkur á hann við lausn vanda okkar. Þá getum við ætíð fundið kærleika hans, kröftugar, skýrar og á persónulegri hátt. Við getum orðið eitt með honum og við getum orðið eins og hann er.