2014
Trúarumbreyting og fórn í Finnlandi
Apríl 2014


Sniðrit ungs fólks

Trúarumbreyting og fórn íFinnlandi

Hvernig upplifir ungt trúfast fólk sig í Finnlandi? Ungur maður segir frá menningu sinni og trú.

Nokkrum kílómetrum frá strönd Helsinki í Finnlandi er sjávarvirkið, Suomenlinna, sem byggt var á átjándu öld til að verjast innrásarliði. Þetta mikla virki nær yfir sex eyjar og ber vott um óhagganlega staðfestu finnsku þjóðarinnar.

Finnskir kirkjumeðlimir vitja þó annars mannvirkis þegar þeir ferðast til höfuðborgarinnar. Helsinki-musterið í Finnlandi er áþreifanlegt tákn um trú þeirra og það öryggi sem þeir hljóta af því að lifa eftir fagnaðarerindinu.

Niilo Kervinen, 24 ára gömlum ungum manni frá Rovaniemi, Finnlandi, finnst 10 klukkustunda lestarferð til Helsinki lítið gjald fyrir blessanir þess að þjóna í musterinu.

Áður en Helsinki-musterið í Finnlandi var vígt í október 2006, urðu Niilo og aðrir meðlimir deildar hans að fara til Stokkhólms-musterisins í Svíþjóð eða Kaupmannahafnar-musterisins í Danmörku. „Ferðin þangað tók yfirleitt viku af sumarleyfinu,“ rifjaði hann upp. Rútuferðir og tjaldútilegur þessara ferðalaga voru sumar af hans bestu minningum.

Samt er það dásamleg blessun að hafa musteri í sínu eigin landi. „Þegar tilkynnt var um byggingu Helsinki-musterisins, varð ég afar glaður,“ sagði Niilo. „Vígslubænin ómar enn í hjarta mér í hvert sinn sem ég fer þangað inn.“

Musterisáhuginn aðskilur Niilo frá vinum hans. „Finnar vinna mikið og eru starfsglaðir en gefa sér lítinn tíma fyrir hið andlega í lífinu,“ útskýrði hann. Niilo hefur ætíð verið blessaður með góðum vinum, en eftir því sem hann verður eldri verður munurinn á því hvernig vinir hans haga lífi sínu og hvernig honum hefur verið kennt að haga lífi sínu skýrari. Það var þessi munur sem fékk Niilo til að sækjast eftir eigin vitnisburði þegar hann var 17 ára. „Ég varð að taka afstöðu um stöðu mína og tilveru,“ sagði hann. Með blessun Drottins og leiðsögn fjölskyldu minnar og góðra vina, hlaut ég sterkari vitnisburð um kirkjuna.“

Öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni, ræddi um trúarumbreytingu og sagði: „Ég lof ykkur því að þegar við komumst til þekkingar á sannleikanum og snúumst til trúar á Drottin, munum við vera óhagganleg og staðföst og aldrei falla frá.“1 Þótt ferðalag til Helsinki krefjist tíma og peninga, er Niilo staðráðin í því vera lærisveinn Krists. Niilo finnst það engin fórn.

Heimildir

  1. David A. Bednar, „Converted unto the Lord,” Líahóna, nóv. 2012, 109.