Hliðið og vegurinn
Helgiathafnir og sáttmálar prestdæmisins færa okkur á veginn til eilífs lífs og blessa okkur með þeim styrk sem við þurfum einmitt nú.
Við sækjumst öll eftir eilífu lífi, sem er endurlausn og upphafning í æðstu dýrðargráðu himneska ríkisins, þar sem við getum dvalið í návist himnesks föður sem fjölskyldur.
Auk trúar á Jesú Krist og iðrunar, gera helgiathafnir og sáttmálar prestdæmisins okkur kleift að komast á veg eilífs lífs. Engu skiptir hvenær þið komuð á veginn eða hvar þið eruð stödd á honum — engu skiptir hvort þið fæddust í kirkjuna eða genguð í hana síðar, hvort þið hafið verið virk alla ævi í kirkjunni eða hafið nýlega orðið virk aftur — Þið getið náð að þróast áfram, þegar þið einblínið á sáttmála ykkar og það sem þið getið gert til að meðtaka og halda þá.
Mikilvægt er að vita að helgiathafnir og sáttmálar prestdæmisins gefa ekki bara fyrirheit um dýrðlega framtíð. Við hljótum líka þann styrk, huggun og stuðning sem við þurfum einmitt nú, til að fylgja veginum og standast allt til enda í réttlæti.