2016
Halda boðorðin og elska aðra
september 2016


æskufólk

Halda boðorðin og elska aðra

Þegar ást og elska er annar vegar, þá kemur oft fyrst í huga rómantík, bíómyndir, súkkulaði og blóm. Ást – sönn ást – er hins vegar mun dýpri og óeigingjarnari en það. Jesús Kristur lifði og dó fyrir okkur, vegna elsku sinnar til okkar. Í raun þá eru tvö æðstu boðorðin að elska Guð og alla aðra (sjá Matt 22:36–40). Hvernig getum við sýnt öðrum að við elskum þá?

Uchtdorf forseti segir frá dæmisögu Krists um tvo syni. Annar þeirra vinnur fyrir föður sinn, en hinn gerir það ekki. Frelsarinn bendir hér á að einungis sá sonur sem var hlýðinn föður sínum, elskað hann sannlega. Þegar við því hlýðum boðorðum Guðs, þá ber það vott um að við elskum hann og viljum snúa að nýju til dvalar hjá honum.

Hvernig sýnum við þá öllum öðrum elsku okkar? Uchtdorf forseti útskýrir það líka: „Ef við í raun elskum náunga okkar, þá munum við leggja á okkur að annast ‚[hina] fátæku og þurfandi, sjúku og aðþrengdu.‘ Þeir sem þannig breyta af óeigingirni og samúð, eru lærisveinar Jesú Krists.“

Næst þegar þið því hittið foreldra ykkar, systkini eða vini, ættuð þið að íhuga að þjóna þeim, til að sýna þeim ástúð ykkar. Það mun ekki aðeins gleðja ykkur og þau, heldur líka föður ykkar á himnum.