2018
Liðsinna af samkennd
July 2018


Ministering

Reglur hirðisþjónustu, júlí 2018

Liðsinna af samkennd

Ef þið fylgið fordæmi frelsarans um samkennd, munið þið vita að þið getið komið góðu til leiðar í lífi fólks.

Samkennd er að vita af neyð annarra og hafa löngun til að líkna og létta þeim lífið. Sáttmáli um að fylgja frelsaranum, er sáttmáli samkenndar um að „bera hver annars byrðar“ (Mósía 18:8). Að vera falið að vaka yfir fólki, felur í sér tækifæri til að þjóna eins og Drottinn gerði: Af „samkennd, til góðs“ (sjá Júd 1:22). Drottinn bauð: „Sýnið hver öðrum miskunnsemi og samúð“ (Sak 7:9).

Samkennd frelsarans

Samkennd var hið knýjandi afl í þjónustu frelsarans (sjá valmynd: „Samkennd frelsarans“). Samkennd hans með náunganum knúði hann ótal sinnum til að liðsinna þeim sem umhverfis voru. Hann greindi þarfir og þrár fólksins og gat því blessað og uppfrætt það á þann hátt sem því fannst mest um vert. Þrá frelsarans til að lyfta okkur ofar eigin neyð, leiddi til hinnar endanlegu gjörðar samkenndar: Friðþægingar hans fyrir syndir og þjáningar mannkyns.

Hæfni hans til að liðsinna fólki í neyð er nokkuð sem við getum keppt að í þjónustu okkar. Ef við lifum réttlátlega og hlustum á boð andans, hljótum við innblástur til að liðsinna öðrum á innihaldsríkan hátt.

Samkenndssáttmáli okkar

Himneskur faðir vill að börn sín búi yfir samkennd (sjá 1 Kor 12:25–27). Við þurfum að tileinka okkur og sýna samkennd með fólki til að verða sannir lærisveinar, einkum þeim sem búa við neyð (K&S 52:40).

Þegar við tökum á okkur nafn Jesú Krists með skírnarsáttmálanum, staðfestum við fúsleika okkar til að sýna öðrum samkennd. Henry B. Eyring forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, kenndi að gjöf heilags anda hjálpi okkur að gera það: „Við erum sáttmálsfólk kirkju Jesú Krists. …

Það er ástæða þess að í okkur vaknar löngun til að liðsinna þeim sem reynist erfitt að halda áfram sökum þungrar byrðar sorgar og erfiðleika. Þið hétuð því að hjálpa Drottni við að létta þær byrðar og veita huggun. Þegar þið meðtókuð gjöf heilags anda, veittist ykkur kraftur til hjálpar við að létta þær byrðar.“1

Systir nokkur í Rússlandi bjó til að mynda við erfiðar fjölskylduaðstæður, sem vörnuðu henni að fara í kirkju í rúmt ár. Önnur systir í grein hennar liðsinnti henni af samkennd sérhvern sunnudag, með því að hringja í hana og greina henni frá ræðum, lexíum, trúboðsköllunum, barnsfæðingum og öðru fréttnæmu í greininni. Þegar fjölskylduaðstæður þessarar systur breyttust og hún fór aftur að koma í kirkju, fannst henni hún enn tilheyra greininni, sökum þessara vikulegu samtala við vinkonu sína.

Heimildir

  1. Henry B. Eyring, “The Comforter,” Liahona, maí 2015, 18.