Reglur hirðisþjónustu, september 2018
Samráð um þarfir þeirra
Þið þurfið ekki að gera þetta einsömul. Að ráðgast við aðra getur veitt þá hjálp sem þið þurfið til að hjálpa öðrum.
Guð hefur falið ykkur að þjóna einstaklingi eða fjölskyldu í deild ykkar eða grein, byggt á þörfum þeirra. Hvernig getið þið auðkennt þær þarfir? Lykilatriðið að því er að hafa samráð um það, sem svo ríkulega hefur verið lagt áherslu á í kirkjunni.
Eftir að hafa rætt um hvað best er að fjalla um, munum við skoða með að:
-
Ráðgast við himneskan föður.
-
Ráðgast við einstaklinginn sem og fjölskylduna sem við þjónum.
-
Ráðgast við hirðisþjónustufélaga okkar.
-
Ráðgast við aðra sem falið er að annast sama einstakling eða fjölskyldu.
Að ráðgast við leiðtoga okkar er líka nauðsynlegt. Í grein um þjónustureglur, sem síðar verður birt í Liahona, verður fjallað nánar um hvernig ráðgast skal við leiðtoga og einnig um hlutverk þjónustuviðtala í því ferli.
Atriði sem ræða skal
Nauðsynlegt er að auðkenna þarfir er við þjónum öðrum. Hverjar geta þá þarfirnar verið og er eitthvað annað en þarfir sem við þurfum að leitast við að vera kunnug?
Þarfir geta verið margskonar. Þau sem við þjónum geta glímt við áskoranir sem eru tilfinningalegar, fjárhagslegar, líkamlegar, menntunarlegar o.s.frv. Sumar þarfir eru brýnni en aðrar. Sumar getum við uppfyllt sjálf; aðrar gætu verið þess eðlis að við þurfum sjálf aðstoð. Við ættum ekki að gleyma í viðleitni okkar við að uppfylla stundlegar þarfir, að köllun okkar til þjónustu felur í sér að hjálpa öðrum að ná framförum á sáttmálsveginum, að búa sig undir og taka á móti helgiathöfnum prestdæmisins til upphafningar.
Auk þess að ræða um þarfir einstaklings eða fjölskyldu, ættum við að leitast við að þekkja styrkleika þeirra. Hvað þurfa þau ekki hjálp við? Hvaða hæfileika og gjafir hafa þau sem gætu blessað aðra? Hvað er einstakt við þau sem getur komið að gagni við uppbyggingu Guðs ríkis? Jafn mikilvægt getur verið að skilja styrkleika einstaklings eins og þarfir hans.
Ráðgast við himneskan föður
Ein af megin kenningum trúar okkar er sú að himneskur faðir talar til barna sinna (sjá Trúaratriðin 1:9). Þegar við hljótum nýtt verkefni til að þjóna einhverjum, ættum við að ráðgast við himneskan föður í bæn og reyna að skilja þarfir þeirra og styrkleika. Slíkt leiðsagnarferli með bæn, ætti að vera viðvarandi í gegnum okkar úthlutuðu þjónustu.
Ráðgast við einstaklinga og fjölskyldur
Hvernig og hvenær við höfum samband við þá einstaklinga og fjölskyldur sem við erum kölluð til að þjóna, getur verið mismunandi eftir aðstæðum, en nauðsynlegt er að ráðgast beint við einstaklinginn eða fjölskyldu til að þróa sambandið, skilja betur þarfir þeirra og hvernig þau vilja að þið hjálpið þeim. Sumar spurningar gæti þurft að bíða með þar til einlægt samband hefur myndast. Þótt engin ein leið sé rétt til að gera þetta, ættuð þið að hugleiða eftirfarandi:
-
Komist að því hvernig og hvenær þau vilja að þið hafið samband.
-
Kynnið ykkur áhugamál þeirra og bakgrunn.
-
Komið með ábendingar um hvernig þið gætuð hjálpað og biðjið þau um tillögur.
Eftir því sem traust myndast, hugleiðið þá að ræða einstaklingsbundnar þarfir eða þarfir fjölskyldunnar. Spyrjið spurninga eins og heilagur andi hvetur til.1 Dæmi:
-
Hvaða áskorunum standa þau frammi fyrir?
-
Hver eru einstaklingsbundin markmið þeirra eða markmið fjölskyldunnar? Vilja þau til að mynda bæta sig í því að hafa fjölskyldukvöld reglulega eða vera meira sjálfbjarga?
-
Hvernig getum við hjálpað þeim með markmið þeirra og áskoranir?
-
Hvaða helgiathafnir fagnaðarerindisins eru framundan í lífi þeirra? Hvernig getum við hjálpað þeim að búa sig undir þær?
Munið eftir að bjóða fram ákveðna hjálp, til dæmis: „Hvaða kvöld í vikunni getum við komið með máltíð til ykkar?“ Það er ekki mikið gagn í óljósu boði, eins og: „Látið okkur vita, ef það er eitthvað sem við getum gert.“
Ráðgast við hirðisþjónustufélaga okkar
Þar sem verið gæti að þið og félagi ykkar væruð ekki alltaf saman í samskiptum ykkar við einstaklinginn eða fjölskylduna, þá er mikilvægt að samræma og ráðgast saman sem félagar er þið leitið innblásturs. Hér eru nokkrar spurningar til hugleiðingar:
-
Hvernig og hve oft munið þið eiga samskipti sem þjónustufélagar?
-
Hvernig getið þið notað einstaklingsbundna styrkleika ykkar til að þjóna fjölskyldu eða þörfum einstaklingsins?
-
Hvað hafið þið lært og upplifað og hvaða innblástur hafið þið hlotið frá því að þið rædduð síðast um einstaklinginn eða fjölskylduna?
Ráðgast við aðra sem falið er að þjóna sama fólki
Endrum og eins gæti verið gott að ræða við aðra sem falið er að þjóna sama einstaklingi eða fjölskyldu og þið þjónið.
Ræða saman til að leysa vandamál
Öldungur Chi Hong (Sam) Wong, af hinum Sjötíu, heimfærði frásögn í Markús 2 upp á okkar tíma, til að útskýra hvernig fjórum mönnum tókst að finna leið til að koma lömuðum manni til Jesú með því að hafa samráð.
„Það gæti gerst þannig,“ sagði öldungur Wong. Fjórir menn voru að vinna að verkefni frá biskupi sínum, að vitja lamaðs manns á heimili hans. Á síðasta deildarráðsfundi og eftir að hafa rætt um þarfir í deildinni, úthlutaði biskupinn ,björgunarverkefnum.‘ Þessir fjórir fengu það verkefni að aðstoða þennan mann. …
[Þegar þeir komu að byggingunni sem Jesús var í,] var salurinn fullur af fólki. Þeir komust ekki í gegnum dyrnar. Ég er viss um að þeir hafi reynt allt hvað af tók, en komust hreinlega ekki inn. … Þeir ræddu saman um hvað gera ætti – hvernig þeir gætu fært Jesú Kristi manninn til læknunar. … Þeir settu saman áætlun – ekki auðvelda en þeir fylgdu henni.
… ,Þegar þeir gátu ekki komist með hann til Jesú fyrir fólkinu, rufu þeir þekjuna uppi yfir honum, grófu þar í gegn og létu síga ofan rekkjuna, sem hinn lami lá í‘ (Mark 2:4). …
… ,Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama manninn: Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar‘ (Mark 2:5).“2
Boð um að bregðast við
Öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni, sagði: „Ráðgist saman, notið alla fáanlega hjálp, leitið innblásturs heilags anda, biðjið Drottin um staðfestingu og brettið síðan upp ermar og takist á við verkið.
Ég færi ykkur loforð: Ef þið fylgið fordæmi hans, munuð þið hljóta sérstaka leiðsögn varðandi hverjum, hvernig, hvenær og hvar þið getið þjónað að hætti Drottins.“3
© 2018 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/17. Þýðing samþykkt: 6/17. Þýðing á Ministering Principles, September 2018. Icelandic. 15052 190