2022
En við gáfum þeim engan gaum
Maí 2022


„En við gáfum þeim engan gaum,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Laugardagsmorgunn

En við gáfum þeim engan gaum (1. Nefí 8:33)

Útdráttur

veggspjald af plöntu sem vex í steini

Hala niður PDF skjali

Orðtakið að gefa gaum merkir að taka vel eftir eða að veita einhverju eða einhverjum athygli. …

Kenning Krists skrifuð „með anda lifanda Guðs … á hjartaspjöld [okkar]“ [2. Korintubréf 3:3] eykur getu okkar til að „gefa ekki gaum“ að hinum mörgu truflunum, háði og tálbeitum í okkar fallna heimi. …

Að lifa og elska skuldbindingar sáttmálanna, skapar samband við Drottin sem er afar persónulegt og andlega öflugt. …

Sáttmálssamband okkar við Guð og Jesú Krist er sá farvegur sem gerir okkur mögulegt að öðlast getu og styrk til að „gefa ekki gaum.“ Þessi tengsl eru styrkt er við höldum stöðugt fast í járnstöngina. …

Leyfið mér að leggja til að það að halda fast í orð Guðs felur í sér (1) að minnast, heiðra og styrkja það persónulega samband sem við höfum við frelsarann og föður hans fyrir tilstilli sáttmála og helgiathafna hins endurreista fagnaðarerindis og (2) að nota hinar heilögu ritningar með bæn af einlægni og stöðugleika og kenningar hinna lifandi spámanna og postula sem öruggar heimildir um opinberaðan sannleika. …

Fylkjum liði. Halda fast í. Gefa ekki gaum.

Ég ber vitni um að trúfesti við sáttmála og helgiathafnir hins endurreista fagnaðarerindis frelsarans, gerir okkur kleift að fylkja liði í verki Drottins, að halda fast í hann sem Orð Guðs og að gefa ekki gaum að freistingum andstæðingsins.