Líahóna
Í dag er dagurinn til að miðla fagnaðarerindi frelsarans
Júlí 2024


„Í dag er dagurinn til að miðla fagnaðarerindi frelsarans,“ Líahóna, júlí 2024.

Velkomin í þessa útgáfu

Í dag er dagurinn til að miðla fagnaðarerindi frelsarans

Eins og Russell M. Nelson forseti hefur sagt: „Aldrei í sögu heimsins hefur persónuleg vitneskja um frelsarann verið jafn mikilvæg og brýn fyrir sérhverja mannssál“ („Hreinn sannleikur, hrein kenning og hrein opinberun,“ aðalráðstefna, okt. 2021). Þetta er ástæða þess að við tökum boði og fyrirmælum frelsarans um að miðla fagnaðarerindi hans (sjá Matteus 28:19).

Þetta er mikilvægt verk sem við getum öll verið þátttakendur í. Í þessari útgáfu blaðsins kennir öldungur Quentin L. Cook í Tólfpostulasveitinni að „tækifæri eru allsstaðar til að hjálpa öðrum að koma til Krists með því að sýna kærleika okkar, deila trú okkar og bjóða þeim að sameinast okkur til að upplifa gleði fagnaðarerindis Jesú Krists“ (bls. 4).

Við erum þakklát fyrir sérhvern pilt og stúlku sem þjónar í kennslu- eða þjónustutrúboði, en eins og ég tek fram í grein minni í þessu tímariti, þá „[þurfum við] fleiri, mikið fleiri í framvarðasveitinni – heilan herskara trúboða og meðlima“.

„Í dag er dagurinn,“ miðla ég einnig, „til að sýna manngerð okkar og hugdirfsku og miðla fagnaðarerindi Jesú Krists“ (bls. 40). Ég býð ykkur, er þið lærið um trúboðsstarf Ammons, Abis og annarra í Mormónsbók í þessum mánuði, að velta því fyrir ykkur hvernig þið getið miðlað gleði fagnaðarerindis frelsarans með þeim sem umhverfis eru.

Öldungur Eduardo Gavarret

af hinum Sjötíu

karlmaður og trúboðar biðjast fyrir í kapellu

„Boðið þessari kynslóð aðeins iðrun. Haldið boðorð mín og styðjið framgang verks míns í samræmi við fyrirmæli mín, og þér munuð blessaðir verða.“

Ljósmynd: Matthew Reier