Líahóna
Naíróbí, Kenía
Júlí 2024


„Naíróbí, Kenía,“ Líahóna, júlí 2024.

Kirkjan er hér

Naíróbí, Kenía

kort með hring umhverfis Kenía
antílópa á engi með skýjakljúfa í bakgrunni

Fyrstu tveir einstaklingarnir sem snerust til trúar og gengu í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Kenía voru skírðir árið 1979. Árið eftir komu fyrstu tveir trúboðarnir, eldri hjón, til Kenía. Árið 1981 höfðu tvær greinar verið stofnaðar, í Naíróbí og Kiboko. Í dag hefur kirkjan í Kenía:

  • 17.430 meðlimi (hér um bil)

  • 2 stikur, 57 deildir og greinar, 1 trúboð

  • 1 tilkynnt musteri (Naíróbí)

Finna gleði í Drottni

Sem nýr meðlimur kirkjunnar, finnur Gladys Ondwari gleði í fagnaðarerindinu, jafnvel þegar hún stendur frammi fyrir erfiðleikum: „Ég er svo glöð! Drottinn opnaði augu mín á réttum tíma. Ég veit að Jesús Kristur er athvarf mitt þegar ástandið er erfitt.“

kona með svuntu brosir

Ljósmynd: Lucy Stevenson Ewell

Meira um kirkjuna í Kenía

  • Piltur frá Kenía þjónar í trúboði í norðvesturhluta Bandaríkjanna, þar sem hann getur aðstoðað afrískt flóttafólki.

  • Stutt kynning og vitnisburður frá stúlku sem býr í Kenía.

  • Piltur búsettur í Kenía miðlar því hvernig Kristur hefur styrkt hann til að gera erfiða hluti.

  • Meðlimir í Kenía búa til skjól frá þrýstingi heimsins er þeir lifa eftir fagnaðarerindinu.

  • Prófessor í kirkjusögu skýrir frá vexti kirkjunnar í Chyulu, Kenía.

útsýni yfir borgina Naíróbí

Miðborg Naíróbí. Fyrsta stika kirkjunnar í Kenía var stofnsett þann 9. september 2001 í Naíróbí.

Öldungur Sitati og verkamaður á byggingarreit musteris

Þann 21. maí 2022, þegar öldungur Joseph W. Sitati, innfæddur Keníabúi, þjónaði sem forseti Mið-Afríkusvæðisins, skoðaði hann byggingarreitinn fyrir Naíróbímusterið í Kenía ásamt fleiri kirkjuleiðtogum.

tveir karlar sitja saman

Það er mikilvægt að koma ættarsögu áleiðis. Í Kenía eru fimm FamilySearch-miðstöðvar og útsendarar fara á vettvang og safna munnlegum sögum sem þeir geta varðveitt fyrir komandi kynslóðir.

móðir og tvær stúlkur

Í Kenía byrjuðu kirkjumeðlimir á því að safnast saman á heimilum. Nú á dögum hittast yfir 50 söfnuðir hinna heilögu í Kenía.