„Finna líkn í Jesú Kristi,“ Líahóna, sept 2024.
Velkomin í þessa útgáfu
Finna líkn í Jesú Kristi
Í námsefni þessa mánaðar í Kom, fylg mér, lesum við um sérstaka og einstaka reynslu: Þegar hinn upprisni Jesús Kristur heimsækir Ameríku og býður Nefítunum: „Komið til mín, svo að þér getið þrýst höndum yðar á síðu mína og einnig fundið naglaförin á höndum mínum og fótum, svo að þér megið vita, að ég er Guð Ísraels og Guð allrar jarðarinnar og hef verið deyddur fyrir syndir heimsins“ (3. Nefí 11:14).
Jesús Kristur býður sérhverju okkar, líkt og hann bauð Nefítunum, að koma og njóta persónulegrar reynslu með sér og þróa sáttmálssamband við sig. Hve þakklát ég er fyrir að hann elskar okkur á þennan hátt og þráir að vera með okkur. Sökum hans, erum við aldrei ein. Í grein minni miðla ég því að „okkur var ætlað að eiga kröftugt samstarf við Drottin gegnum sáttmála okkar“ (bls. 44). Þegar við komum til hans með daglegu vali okkar við að halda helga sáttmála, byggjum við upp samband við Jesú Krist sem mun veita okkur og fjölskyldu okkar kærleika sinn og líkn.
Við minnumst Jesú Krists með því að íklæðast musterisklæðum eftir að við höfum hlotið musterisgjöfina, útskýrir Jeffrey R. Holland forseti í grein sinni „Klæði hins heilaga prestdæmis“ (bls. 4). Hann miðlar loforði Æðsta forsætisráðsins um að þegar við höldum sáttmála okkar og íklæðumst musterisklæðunum munum við hafa greiðari aðgang að vernd og krafti frelsarans.
Ég ber vitni um að himneskur faðir og frelsarinn elska ykkur og að Jesús Kristur kom einmitt í þeim tilgangi að veita okkur þá líkn sem við leitum að. Jesús Kristur er líkn.
Virðingarfyllst,
Kristin M. Yee
annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins