Líahóna
Áratuga trúföst þjónusta: Útdráttur úr kenningum Russells M. Nelson forseta
September 2024


„Áratuga trúföst þjónusta: Útdráttur úr kenningum Russells M. Nelson forseta,“ Líahóna, sept. 2024.

Áratuga trúföst þjónusta: Útdráttur úr kenningum Russells M. Nelson forseta

Nelson forseti er nú 100 ára og hefur þjónað í 40 ár sem postuli. Eftirfarandi eru sumar kenningar hans frá tímabili hans sem forseti kirkjunnar.

ýmsar sviðsmyndir úr lífi forseta Russell M. Nelson

Í upphafi skal endinn skoða

„Endapunktur þess erfiðis sem hvert okkar stefnir að er að hljóta kraft í húsi Drottins, innsiglast sem fjölskyldur, að vera trúföst sáttmálunum sem við gerðum í musterinu, sem gera okkur hæf fyrir æðstu gjöf Guðs – sem er hið eilífa líf. Helgiathafnir musterisins og sáttmálarnir sem þið gerið þar, eru lykilinn að því að styrkja eigið líf, hjónaband ykkar og fjölskyldu og gera ykkur hæf til að standast árásir óvinarins. Tilbeiðsla ykkar í musterinu og þjónusta þar í þágu áa ykkar, mun blessa ykkur með fleiri persónulegum opinberunum og auknum friði og veita ykkur styrk til að halda ykkur á sáttmálsveginum.“

Russell M. Nelson, „Er við sækjum áfram saman,“ Líahóna, apr. 2018, 7.

Iðrist daglega

Ekkert er jafn frelsandi, göfgandi eða nauðsynlegt framþróun okkar sjálfra, en að einblína á iðrun daglega og reglubundið. Iðrun er ekki atburður; hún er ferli. Hún er lykill að hamingju og hugarró. „Fari iðrun og trú saman, greiðir hún okkur aðgang að krafti friðþægingar Jesú Krists.“

Við getum gert betur og verið betri,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Gera og halda sáttmála

„Hver kona og karl sem gerir sáttmála við Guð og heldur þá sáttmála og tekur verðuglega þátt í helgiathöfnum prestdæmisins, hefur beinan aðgang að krafti Guðs. Þau sem hafa hlotið musterisgjöf í húsi Drottins, hafa fengið að gjöf prestdæmiskraft Guðs, samkvæmt eðli sáttmála þeirra, ásamt gjöf þekkingar, til að vita hvernig nota á þann kraft.“

Andleg hæfni,“ aðalráðstefna, október 2019.

Hlýðið á Drottin

„Faðir okkar veit, að þegar við erum umlukinn óvissu og ótta, er okkur fyrir bestu að hlýða á son hans.

Vegna þess að þegar við reynum að hlýða á – sannlega hlýða á – son hans, munum við leidd til að vita hvað gera skal í hverjum aðstæðum.“

Hlýð þú á hann,aðalráðstefna, apríl 2020.

Veljið að láta Guð ríkja

„Með hina hebresku skilgreiningu á Ísrael í huga, þá fær samansöfnun Ísraels aukna merkingu. Drottinn er að safna þeim saman sem eru fúsir til að láta Guð ríkja í lífi sínu. Drottinn er að safna þeim saman sem munu velja að láta Guð vera áhrifaríkastan alls í eigin lífi.“

Lát Guð ríkja,“ aðalráðstefna, október 2020.

Sigrast á heiminum

„Að sigrast á heiminum, er ekki atburður sem gerist á einum degi eða tveimur. Það gerist á heilu lífsskeiði, þegar við tökum endurtekið á móti kenningu Krists. Við ræktum trú á Jesú Krist með því að iðrast daglega og halda sáttmála, sem veita okkur kraft. Við höldum okkur á sáttmálsveginum og erum blessuð með andlegum styrk, persónulegri opinberun, aukinni trú og þjónustu engla. Að lifa eftir kenningu Krists, getur kallað fram öflugasta dyggðaferlið, sem skapar andlegan skriðþunga í lífi okkar.“

Sigrast á heiminum og finna hvíld,“ aðalráðstefna, október 2022.

Veljið að vera friðflytjendur

„Deilur hrekja andann í burtu – alltaf. Deilur ýta undir þá röngu hugmynd að átök séu besta leiðin til að leysa ágreining; en þær eru það aldrei. Deilur er valkostur. Að vera friðflytjandi er valkostur. Þið hafið sjálfræði til að velja sundrung eða sættir. Ég hvet ykkur eindregið til að velja að vera friðflytjendur, núna og alltaf.“

Þörf er á friðflytjendum,“ aðalráðstefna, apríl 2023.

Hugsið himneskt

„Þegar þið veljið, býð ég ykkur að horfa á stóru myndina – hafa eilífa yfirsýn. Setjið Jesú Krist í forgang, því eilíft líf ykkar er háð trú ykkar á hann og friðþægingu hans. Þetta er líka háð hlýðni ykkar við lögmál hans. Hlýðni ryður braut að gleðiríku lífi í dag og mikilli, eilífri umbun á morgun.“

Hugsið himneskt!,“ aðalráðstefna, október 2023.