„Andleg áhrif sköpunar,“ Líahóna, sept. 2024.
Fyrirmyndir trúar
Andleg áhrif sköpunar
Friðþæging Jesú Krists fékk dýpri þýðingu fyrir mig er ég mótaði söguna um Abraham og Ísak í höggmynd.
Ég tjái þakklæti mitt fyrir fegurð jarðar meðal annars í myndlist og höggmyndalist. Fyrir mér þá hefst listin á andlegum áhrifum um sköpunina.
„Sáttmálsbarnið“
Þegar vinur minn hætti störfum og bjó sig undir að flytja í burtu, bjó ég til verk fyrir hann sem kallaðist Sáttmálsbarnið. Það var höggmynd af Abraham haldandi á barninu Ísak. Síðan þá hef ég gert röð annarra skúlptúra með Abraham og Ísak. Þetta eru mín uppáhalds verk og sum af mínum mikilvægustu verkum.
Sú áhrifamesta fyrir mig er af Abraham að kenna syni sínum úr bókrollum. Abraham grípur um læri sitt og horfir upp sorgmæddur á svip, með hugboð frá Drottni um að hann verði að fórna einkasyni sínum. Ísak faðmar Abraham en skilur ekki hvers vegna faðir hans svarar honum ekki.
Annað verk í vinnslu sýnir þá tvo byggja altari. Ísak spyr hvar fórnin sé og Abraham svarar að Drottinn muni sjá þeim fyrir henni. Í fyrra verki er Abraham séð fyrir hrút í kjarrinu og sagt að hann þurfi ekki að fórna syni sínum. Abraham faðmar Ísak og heldur þéttingsfast um hann. (Sjá 1. Mósebók 22:1–13.)
Það sem er svo dýrmætt við þessa sögu er að hún er táknræn fyrir fórn sonar Guðs. Faðir okkar á himnum, sem elskar sinn eingetna son, valdi einnig að fórna honum en þyrmdi honum ekki á síðustu stundu. Með orðum öldungs Neal A. Maxwell (1926–2004), í Tólfpostulasveitinni: „Það var enginn hrútur í runnunum á Golgata til að hlífa honum, þessum vini Abrahams og Ísaks“ („O, Divine Redeemer,“ Ensign, nóv. 1981, 8).
Heldur leyfði faðirinn sínum útvalda syni (sjá HDP Móse 4:2) að framkvæma friðþæginguna í okkar þágu, svo að við gætum öll snúið heim til að búa með þeim á ný, ef við þráum það og lifum verðug þeirrar blessunar (sjá Jóhannes 3:16–17).
Reynsla mín segir mér að Guð er þátttakandi í lífi okkar. Við lifum svo að við „megum gleði njóta“ (2. Nefí 2:25), en hljótum reynslu af því sem við þjáumst fyrir. Svo sannarlega sem góðir hlutir gerast, þá eru samt „andstæður í öllu“ (2. Nefí 2:11). Guð er hins vegar til staðar fyrir okkur og við getum sigrast á öllu sem við þurfum, sama hvað við þurfum að kljást við. Við munum komast að því að við fáum staðist prófraun okkar, ef við höldum áfram að reyna að elska, þjóna og verða kærleiksríkari – eins og frelsari okkar gerði.
Ég er þakklátur fyrir fagnaðarerindið, fjölskyldu mína og allt yndislega fólkið í kirkjunni. Sama hvert ég og eiginkona mín, Kathleen, fórum í trúboð um heiminn, þá fundum við heilaga sem elska hver annan og þjóna, blessa og fórna fyrir hvert annað. Himneskur faðir elskar okkur og við erum börn hans. Það er ekkert mikilvægara en að vera trú honum og syni hans, sem eru okkur svo trúfastir.