Líahóna
Þakklát fyrir spámann
September 2024


„Þakklát fyrir spámann,“ Líahóna, sept. 2024.

Fyrir foreldra

Þakklát fyrir spámann

Russell M. Nelson forseti heilsar konu á Havaí

Russell M. Nelson forseti heilsar Síðari daga heilögum í Kona, Havaí, 16. maí 2019, í þjónustuferð sinni um Kyrrahafseyjar.

Kæru foreldrar,

í þessum mánuði heldur Russell M. Nelson forseti upp á 100 ára afmælið sitt. Greinar í þessu blaði leggja áherslu á það hvernig hann og aðrir spámenn vísa okkur til Jesú Krists.

Ein leið fyrir ungmenni til að fylgja spámanninum er að bregðast við boði hans um að sækja trúarskólann reglulega og lesa ritningarnar daglega. Hann hefur lofað þeim dásamlegum blessunum sem það gera, þar á meðal að læra að meðtaka persónulega opinberun, finna svör við erfiðum spurningum lífsins og kynnast frelsaranum. Hafa unglingar ykkar heyrt þetta spámannlega boð? Farið á seminary.ChurchofJesusChrist.org til að finna frekari upplýsingar.

Trúarlegar umræður

Minnist sáttmála ykkar

Í grein Jeffreys R. Holland forseta á bls. 4, lærum við hvernig það mun vernda okkur og halda okkur í nálægð andans að halda sáttmála okkar og vera í klæðum hins heilaga prestdæmis, eftir að við höfum hlotið musterisgjöfina. Þið gætuð miðlað fjölskyldu ykkar tilvitnun í greinina og rætt hvernig það „táknar ytri tjáningu á innri skuldbindingu“ að vera í klæðunum. Hver er önnur ytri tjáning okkar á skuldbindingu sem lærisveinar?

Haldið boðorðin

Öldungur Isaac K. Morrison bað Nelson forseta um persónuleg skilaboð fyrir eiginkonu sína og börn. Svar spámannsins var: „Haldið boðorðin.“ (Sjá bls. 20.) Þið gætuð spurt börn ykkar: Hvernig gætuð þið hafa valið öðruvísi ef spámaðurinn sæti til borðs með ykkur og bæði ykkur að halda boðorðin?

Fylgið spámanninum

Nelson forseti verður 100 ára í þessum mánuði! Dallin H. Oaks forseti miðlar sumu því sem hann hefur lært af spámanninum (sjá bls. 12). Hvað hafa börn ykkar lært af spámanninum? Hefur einhver ákveðin ræða eða trúarsamkoma staðið upp úr hjá þeim? Miðlið hugsunum ykkar. Þið gætuð horft á myndbandshugvekju frá honum.