Boðskapur svæðisleiðtoga
Æðstu boðorðin tvö
Þeim, sem tekur á móti, mun ég meira gefa
Þegar ég þjónaði sem fastatrúboði í Frakklandi fyrir mörgum árum, var mér og félaga mínum boðið á heimili góðrar og trúfastrar kristinnar konu. Í ánægjulegu samtali lýsti hún áhyggjum sínum af hnignandi trú í samfélaginu. Að hennar mati áttu sum trúarleg hugtök, eins og „iðrun“ eða „hlýðni“, þátt í slíkri hnignun. „Fólk er hrætt við þessi orð,“ fullyrti hún, „og er hrakið frá trúarbrögðum.“
Frá þessum tíma, hef ég oft hugleitt þau orð sem við notum í trúarumræðu okkar. Þótt rétt sé að samfélagið almennt líti sum trúartengd hugtök neikvæðum augum, þá er það líka rétt að orð geta haft djúpa merkingu og áhrif. Ritningarnám leiðir í ljós að Drottinn er meðvitaður varðandi orðin sem hann velur. Þegar við gefum okkur tíma til að skilja merkingu þeirra, förum við að skilja boðskap hans og tilgang á dýpri hátt.
Hlýðni snýst um traust og elsku
Eitt slíkt orð, sem hefur djúpa merkingu og áhrif, er orðið „hlýðni“. Adam og Evu var veitt hlýðnilögmálið eftir fall þeirra. Lögmálið var fyrsta skrefið til að tengjast endurlausnarkrafti frelsarans. Andstætt því sem heimurinn heldur, þá snýst hlýðni ekki um hömlur; það snýst öllu heldur um að læra að treysta Guði og leiðsögn hans: „Blessaðir eru þeir, sem hlusta á setningar mínar og ljá ráðum mínum eyra, því að þeir munu öðlast visku. Því að þeim, sem tekur á móti, mun ég meira gefa“. Þegar við lærum að treysta Drottni, tökum við að þróa persónulegt samband við hann og upplifa dásamleg áhrif blessana hans. Að setja traust á hann leiðir af sér elsku og elskan heldur áfram að næra traust. Þegar við hlýðum rödd hans, vex elska okkar dýpra og samband okkar við hann verður traust og gleðilegt.
Breyting hjartans
Mér finnst áhugavert að áður en frelsarinn fræddi faríseana um æðstu boðorðin tvö, um að elska Guð og náunga okkar, þá kenndi hann dæmisöguna um brúðkaup konungssonarins, með því að segja: „Því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir“. Í nútíma opinberun bætir Drottinn frekari útskýringum við þessa staðhæfingu, er hann kenndi: „… Hvers vegna eru þeir ekki útvaldir? Vegna þess að hjörtu þeirra beinast svo mjög að því, sem þessa heims er, og leita sér svo mannlegrar upphefðar…”. Þegar við hlýðum Drottni og lærum að treysta honum og elska hann, breytist hjarta okkar smám saman og þrár okkar beinast að sáttmálssambandi okkar við hann. Í því ferli að læra hlýðni, lærum við líka að meta og láta okkur annt um það góða sem raunverulega skiptir máli.
Verða síður sjálfmiðuð
Eftir því sem áherslur okkar breytast, drögum við smám saman úr þeirri náttúrlegri tilhneigingu okkar að vera sjálfmiðuð. Hlýðnilögmálinu var aldrei ætlað að búa til strengjabrúður, heldur fremur að þroska lærisveina sem treysta og velja að elska Drottin og aðra af eigin vilja. Himneskur faðir okkar er fullkominn, því hjarta hans hefur breyst. Guð er Guð vegna þess að hann velur stöðugt hið góða; hjarta hans hefur ekki engar illar þrár og velur stöðugt að elska og gera það sem er okkur fyrir bestu. Eins og öldungur Jeffrey R. Holland orðaði það: „Æðsta boðorð allrar eilífðar, er að elska Guð af öllu okkar hjarta, mætti, huga og styrk – það er hið æðsta og mikla boðorð. Æðsti sannleikur allrar eilífðar, er þó sá að Guð elskar okkur af öllu sínu hjarta, mætti, huga og styrk. Sú elska er undirstaða eilífðar og ætti að vera undirstaða okkar daglega lífs“.
Megum við finna styrk til að treysta og elska Drottin með því að hlýða rödd hans. Þá munu hjörtu okkar breytast og við munum upplifa þá djúpu gleði sem kemur af því að eiga persónulegt samband við hann.