Líahóna
Hvernig getum við verið sameinuð ef við erum öll svo fjölbreytt?
Október 2024


„Hvernig getum við verið sameinuð ef við erum öll svo fjölbreytt?“ Til styrktar ungmennum, okt. 2024.

Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum október 2024

Hvernig getum við verið sameinuð ef við erum öll svo fjölbreytt?

teningar með örvum á

Við erum öll ólík. Drottinn vill þó að við „[séum] eitt“ (Kenning og sáttmálar 38:27). Hér eru nokkrar reglur um einingu sem spámenn og postular hafa kennt okkur:

Við erum sameinuð í Jesú Kristi, fagnaðarerindi hans og kirkju hans. „Það er einungis í og með einstaklingshollustu við Jesú Krist og elsku til hans, sem við getum öðlast von um að vera eitt.

Eining krefst kærleika. Þrátt fyrir ólík tungumál og fegurð og upplyftandi ánægju menningarhefða, þá verða hjörtu okkar að vera tengd böndum einingar og elsku.“

Eining er ekki einsleitni. Eining og fjölbreytileiki eru ekki andstæður. Við getum unnið að meiri einingu með því að mynda andrúmsloft sem býður alla velkomna og með virðingu fyrir fjölbreytileika.“ „Eining krefst ekki einsleika, en hún krefst samhljóms.“

Eining krefst þess að deilum og fordómum sé útrýmt. „Það er staður fyrir alla Það er þó enginn staður fyrir fordóma og fordæmingu eða sundrung af einhverju tagi.“