Sögur úr ritningunum
Alma við Mormónsvötn


„Alma við Mormónsvötn,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Mósía 18; 23

Alma við Mormónsvötn

Að verða fólk Guðs

Alma horfir á vatn

Alma var prestur Nóa konungs. Alma reyndi að bjarga Abínadi, spámanni Guðs frá því að verða drepinn af Nóa. En Nóa varð reiður Alma og vildi líka drepa Alma. Alma flúði frá Nóa til að vera öruggur. Að degi til faldi Alma sig nærri stað sem nefndist Mormónsvötn.

Mósía 17:2–4; 18:4–5, 8

Alma krýpur og biðst fyrir við vatn.

Alma trúði því sem Abínadí kenndi um Jesú Krist. Hann bað Guð að fyrirgefa sér syndir sínar og mistök.

Mósía 18:1–2

Alma í borg að nóttu til

Alma hitti fólk í einrúmi og kenndi því um Jesú. Hann kenndi öllum sem heyra vildu.

Mósía 18:1–3

Fólk hlýðir á Alma kenna við vatn

Margir trúðu Alma. Þau fóru að Mormónsvötnum til að hlýða á Alma kenna.

Mósía 18:3–8, 31

Alma sest niður og kennir við vatn

Hinir trúföstu vildu vera kallaðir fólk Guðs, hjálpa öðrum í nauð og segja fólki frá Guði. Alma bauð þeim því að skírast. Með því að skírast myndu þeir gera sáttmála eða gefa loforð um að þjóna Guði og halda boðorð hans. Í staðinn myndi Guð blessa þá með anda sínum.

Mósía 18:8–10, 13

Alma skírir konu í vatni

Fólkið var afar glatt. Það klappaði saman höndum og sagðist vilja skírast. Alma skírði hvert þeirra í Mormónsvötnum. Þau voru öll fyllt anda Guðs og fundu elsku hans til þeirra. Þau urðu meðlimir kirkju Krists.

Mósía 18:11–17, 30

Nóa konungur er reiður og bendir

Nóa sá að sumir þegna hans voru að yfirgefa landið hans. Hann sendi þjóna til að gæta þeirra. Þjónar hans sáu fólkið fara að Mormónsvötnum til að hlýða á Alma kenna. Nóa var mjög reiður. Hann sendi her sinn til að drepa Alma og fólkið sem Alma kenndi.

Mósía 18:31–33

Alma og fólkið hans ferðast

Guð varaði Alma við hernum. Með hjálp Guðs yfirgáfu Alma og fólkið hans landið. Herinn náði því ekki. Það gekk í átta daga í óbyggðunum og komu í fallegt land. Þar byggði það sér ný heimili. Alma kenndi fólkinu og það hélt loforð sitt við Guð.

Mósía 18:34–35; 23:1–20