Sögur úr ritningunum
Mæður ungra stríðsmanna


„Mæður ungra stríðsmanna,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 24; 53; 56–57

2:9

Mæður ungra stríðsmanna

Kenna börnum að treysta Guði

táningssynir hlusta er móðir kennir þeim og ung telpa leikur sér í nágrenninu

Antí-Nefí-Lehítarnir elskuðu Drottin og alla menn. Mæðurnar kenndu börnum sínum að þau gætu alltaf treyst Guði. Þær kenndu þeim að halda boðorð hans.

Alma 26:31–34; 27:12, 27–30; 56:47–48; 57:21, 26

Helaman og aðrir Nefítar horfa á brennandi borg

Nefítar og Lamanítar börðust við hvor aðra í miklu stríði. Nefítarnir börðust til að vernda sína eigin þjóð og Antí-Nefí-Lehítana.

Alma 48–52; 53:10–13

Antí-Nefí-Lehítarnir tala við Helaman og annan Nefíta

Antí-Nefí-Lehítarnir höfðu gert sáttmála, eða gefið Guði sérstakt loforð, um að berjast aldrei við neinn, vegna fyrri synda sinna. En þeir elskuðu Nefítana og vildu hjálpa.

Alma 24:6–19; 53:10–13

synir Antí-Nefí-Lehíta tala saman og fylgjast með foreldrum sínum ræða við Helaman og annan Nefíta

Antí-Nefí-Lehítarnir ætluðu að berjast í stríðinu. Spámaðurinn Helaman og fleiri leiðtogar kirkjunnar sannfærðu þá hins vegar um að standa við loforð sitt um að berjast ekki. Antí-Nefí-Lehítarnir þurftu að horfa upp á vini sína ganga í gegnum mikinn sársauka og erfiðleika, en þeir héldu sáttmála sinn við Guð.

Alma 53:13–15

synirnir rétta upp hendur sínar og foreldrar þeirra og Nefítarnir hlusta á þá

Synir Antí-Nefí-Lehítanna höfðu ekki gefið það loforð sem foreldrar þeirra gáfu. Nú lofuðu þeir sjálfir að berjast fyrir frelsi.

Alma 53:16–17

synirnir fá spjót frá nefískum hermanni og mæður þeirra og feður biðja og fylgjast með

Þeir voru mjög hugrakkir. Mæður þeirra höfðu kennt þeim, að ef þeir efuðust ekki, myndi Guð varðveita þá.

Alma 53:20; 56:47

synirnir klæðast alvæpni og tala við mæður sínar og feður og Helaman klæðist alvæpni og stendur nærri

Synirnir trúðu mæðrum sínum. Synirnir voru trúir Guði og héldu boðorð hans. Þau treystu því að Guð myndi vernda þá. Mæðurnar vissu að Guð myndi vernda syni þeirra.

Alma 53:20–21; 56:47–48; 57:20–21, 26s