Sögur úr ritningunum
Moróní hershöfðingi og Pahóran


„Moróní hershöfðingi og Pahóran,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 59–62

3:14

Moróní hershöfðingi og Pahóran

Styrkur frá Guði

Moróní hershöfðingi stendur vaktina og þreyttir og særðir hermenn hvíla sig

Nefítarnir og Lamanítarnir áttu í stríði. Moróní var hershöfðingi hersveita Nefíta. Leiðtogar Nefíta sendu hvorki nógu marga hermenn né matvæli. Moróní var reiður og skrifaði bréf til Pahórans, leiðtoga Nefítanna.

Alma 59:3–13; 60:1, 3–5

Moróní hershöfðingi skrifar bréf

Í bréfi sínu spurði Moróní Pahóran hvers vegna hann hefði ekki sent aðstoð. Moróní hélt að Pahóran stæði á sama um fólkið og vildi bara völd. Moróní vildi að fólk hans yrði frjálst.

Alma 60

Pahóran les bréf Morónís hershöfðingja og er dapur á svip

Pahóran var leiður yfir því að herirnir fengu enga hjálp. Hann vildi hjálpa Moróní en gat það ekki. Nokkrir Nefítanna börðust gegn honum.

Alma 61:1–4

Nefítar klæddir fínum fötum standa á borgarmúr og hrópa

Þessir Nefítar voru kallaðir konungsmenn. Þeir vildu hafa vald fyrir sig sjálfa og stjórna fólkinu. Þeir höfðu tekið völdin af Pahóran.

Alma 51:5; 61:3–5, 8

Pahóran skrifar bréf og lítur yfir búðirnar

Pahóran vildi halda áfram að leiða Nefítana svo hann gæti hjálpað þeim. Eins og Moróní vildi hann að Nefítarnir fylgdu Guði og héldu frelsi sínu. Hann óskaði þess að þeir þyrftu ekki að berjast við neinn. En hann var tilbúinn að berjast ef það stuðlaði að öryggi fólks hans.

Alma 61:9–14, 19–20

Pahóran ræðir við hóp Nefíta

Pahóran bað Nefítana að hjálpa sér að berjast fyrir verndun fjölskyldna þeirra, frelsi og rétti til að tilbiðja Guð. Hann vissi að andi Guðs yrði með þeim, er þeir veldu að berjast fyrir því sem rétt væri. Margir Nefítar komu til að hjálpa Pahóran að verja land sitt.

Alma 61:5–7, 14–15

Pahóran skrifar bréf

Pahóran skrifaði Moróní bréf. Hann var ekki reiður við Moróní. Hann sagði Moróní frá öllu sem var að gerast. Hann bað Moróní að koma og hjálpa sér að berjast við konungsmenn. Pahóran vissi að ef þeir fylgdu Guði þyrftu þeir ekki að óttast. Guð myndi vernda þá og hjálpa.

Alma 61:9, 14–21

Moróní hershöfðingi heldur frelsistákninu á lofti og gengur meðal Nefítanna

Moróní fylltist von sökum trúar Pahórans. En hann var dapur yfir því að sumir Nefítar börðust við sitt eigið fólk og hlýddu ekki Guði. Moróní tók hersveit og fór til að hjálpa Pahóran. Hann hélt frelsistákninu á lofti hvert sem hann fór. Þúsundir Nefíta ákváðu að berjast til að verja frelsi sitt.

Alma 62:1–5

Moróní hershöfðingi og Pahóran brosa og skoða landakort

Moróní og Pahóran sigruðu konungsmenn með herjum sínum. Pahóran varð aftur leiðtogi Nefítanna. Moróní sendi marga menn til að hjálpa herjum Nefíta. Hann sendi hernum einnig matvæli. Þegar Nefítarnir voru nú sameinaðir, unnu þeir margar orrustur. Þeir endurheimtu margar borgir Nefítanna frá Lamanítunum.

Alma 62:6–32