„Jesús velur tólf lærisveina,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
3. Nefí 11; 13; 18
Jesús velur tólf lærisveina
Vald til að kenna og skíra
Þegar Jesús Kristur kom til borgarinnar Nægtarbrunns, valdi hann tólf manns og veitti þeim kraft til að kenna og skíra. Hann veitti þeim líka vald til að veita gjöf heilags anda. Hann kallaði þá lærisveina sína. Lærisveinarnir gerðu það sem Jesús kenndi þeim að gera.
3. Nefí 11:1, 18–22, 41; 12:1; 15:11–12; 18:36–37
Jesús kenndi lærisveinum sínum hvernig ætti að skíra. Hann sagði þeim orðin sem þeir skyldu segja. Hann kenndi þeim að setja manneskjuna ofan í vatnið og hjálpa þeim upp aftur. Jesús sagði að alltaf ætti að skíra eins og hann kenndi þeim. Hann kenndi þeim einnig um heilagan anda.
Jesús vildi að lærisveinum sínum lynti vel saman og að þeir rifust ekki. Hann sagði að þegar þeir rifust væru þeir ekki að fylgja kenningum sínum.
Jesús kenndi fólkinu að trúa á sig, iðrast og láta skírast, svo það gæti lifað á ný hjá himneskum föður.
Jesús sagði lærisveinum sínum að ef þeir tryðu á hann, tryðu þeir líka á himneskan föður. Heilagur andi myndi hjálpa þeim að vita að Jesús og himneskur faðir eru raunverulegir.
Þegar Jesús lauk við að kenna lærisveinum sínum, sagði hann þeim að fara og kenna öllu fólkinu. Hann sagði þeim að hafa ekki áhyggjur af því hvað þeir myndu eta, drekka eða klæðast. Hann sagði þeim að ef þeir þjónuðu himneskum föður myndi himneskur faðir annast þá.