Sögur úr ritningunum
Jesús kennir fólkinu


„Jesús kennir fólkinu,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

3. Nefí 11–27; 4. Nefí 1

2:41

Jesús kennir fólkinu

Hjálpa þeim að læra fagnaðarerindi hans

Jesús Kristur krýpur og talar við hamingjusöm börn og margt hamingjusamt fólk krýpur í kringum þau og hlustar

Fólkið í Ameríku gladdist yfir því að sjá Jesú Krist og heyra hann kenna. Þau höfðu í mörg ár beðið eftir komu frelsarans.

3. Nefí 11:10, 17

Jesús Kristur stendur meðal hamingjusams fólks og kennir því

Jesús kenndi því margt af því sama og hann kenndi fólkinu í grennd við Jerúsalem. Hann kenndi því að hafa trú, iðrast og láta skírast. Ef fólkið gerði þetta myndi Guð senda því heilagan anda. Jesús kenndi þeim að biðjast fyrir. Hann bað það um að fyrirgefa öðrum. Hann vildi að það væri öðrum fyrirmynd.

3. Nefí 11:31–39; 12:22–24, 44; 13:5–14; 17:8; 18:15–24

Jesús Kristur brosir

Jesús sagði fólkinu að fara heim og biðja til Guðs um að hjálpa því að skilja það sem hann hafði kennt því. Hann sagðist koma aftur daginn eftir.

3. Nefí 17:1–3

fólk situr við eld og talar saman

Þetta kvöld sagði fólkið öðrum að það hefði séð Jesú. Það ræddi um það sem hann hafði sagt og gert. Margir ferðuðust alla nóttina til að sjá Jesú.

3. Nefí 19:1–3

lærisveinarnir kenna stórum hópum fólks

Næsta dag kom fólkið saman með hinum tólf lærisveinum Jesú. Lærisveinarnir kenndu fólkinu allt sem Jesús hafði kennt. Það kraup á jörðina og baðst fyrir.

3. Nefí 19:4–8

Jesús Kristur krýpur og biðst fyrir og fleira fólk krýpur í kringum hann og biður líka

Þá kom Jesús þar að. Hann bað fyrir lærisveinum sínum og fólkinu. Lærisveinarnir báðust líka fyrir. Þeir tóku að skína jafn bjart og frelsarinn. Jesús var hamingjusamur. Lærisveinarnir höfðu orðið hreinir vegna trúar sinnar á hann. Jesús baðst aftur fyrir og fólkið heyrði hann segja ótrúlega hluti.

3. Nefí 19:15–36

hamingjusamt barn býður einhverjum að koma og sameinast fólkinu sem hlustar á Jesú Krist

Næstu daga kenndi Jesús fólkinu margt varðandi áætlun himnesks föður. Hann deildi líka sakramentinu með þeim. Allt fólkið í landinu trúði á Jesú Krist og lét skírast. Það hlaut gjöf heilags anda.

3. Nefí 20–27; 4. Nefí 1:1–2

fólkið hjálpar hvert öðru að koma til Jesú Krists og Jesús Kristur talar til þeirra og brosir

Fólkið hjálpaðist að og deildi öllu sem það átti. Það gerði allt sem Jesús bauð þeim að gera. Það var kallað kirkja Krists. Himneskur faðir og Jesús Kristur voru mjög ánægðir með fólkið.

3. Nefí 26:17–21; 27:30–31; 4. Nefí 1:3–18