„Jesús blessar börnin,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Jesús blessar börnin
Sýnir elsku sína til þeirra
Jesús Kristur hafði kennt fólkinu marga hluti. Hann sá að það þurfti tíma til að hugsa um það sem það hafði lært. Hann bað það að fara heim og biðja til himnesks föður til að skilja hvað hann hafði kennt þeim. Jesús lofaði síðan að heimsækja þau aftur næsta dag.
Fólkið grét, því það vildi að Jesús dveldi lengur. Jesús elskaði fólkið. Hann gat séð að trú þeirra var afar sterk. Hann bauð þeim að færa honum þá sem væru sjúkir eða særðir á einhvern hátt. Hann langaði að lækna hvert og eitt þeirra.
Fólkið kom til hans með veika fjölskyldumeðlimi sína og vini. Jesús læknaði þá, hvern og einn. Þau voru svo hamingjusöm. Þau krupu og kysstu fætur hans.
Jesús bað það að koma með litlu börnin sín til sín. Fólkið kom með börn sín og setti þau á jörðina umhverfis Jesú.
Eftir að öll börnin voru þar með honum, bað Jesús fólkið að krjúpa á jörðinni. Hann kraup líka. Hann bað síðan til himnesks föður. Hann sagði svo ótrúlega hluti að ekki var hægt að skrá orð hans. Fólkið var uppfullt af gleði.
Jesús sagði fólkinu að það væri blessað vegna trúar þess á hann. Jesús fann svo mikla gleði að hann tók að gráta.
Jesús blessaði síðan hvert barn, eitt af öðru. Hann bað til himnesks föður fyrir hverju þeirra. Hann bauð fólkinu síðan að líta á börnin sín.
Englar komu frá himnum og söfnuðust umhverfis börnin. Á meðan englarnir blessuðu börnin, umlukti þau himneskt ljós. Annan dag hitti Jesús börnin aftur og blessaði þau á ný. Hann blessaði börnin líka með því að þau gætu talað. Jafnvel ungabörn töluðu. Börnin kenndu foreldrum sínum ótrúlega hluti.