Sögur úr ritningunum
Jesús miðlar sakramentinu


„Jesús miðlar sakramentinu,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

3. Nefí 18; 20

Jesús miðlar sakramentinu

Hafa hann ávallt í huga

Jesús Kristur talar til stórs hóps fólks og lærisveinar hans færa honum brauð og krukkur með víni

Eftir að Jesús hafði læknað hina sjúku og blessað litlu börnin, kynnti hann sakramentið fyrir öllu fólkinu sem komið var saman til að hlýða á hann. Hann bauð lærisveinum sínum að koma með brauð og vín.

3. Nefí 17; 18:1–2

Jesús Kristur brýtur brauðið í tvennt og gefur lærisveinum sínum brauðið

Jesús braut brauðið og blessaði það. Hann gaf lærisveinunum það til að eta. Hann bað lærisveinana að gefa öllu fólkinu brauðið.

3. Nefí 18:3–4, 6

Jesús Kristur heldur á brauðbitunum og myndir af krossinum og tómri gröfinni eru fyrir aftan hann

Jesús sagði að allir sem tryðu á hann og væru skírðir ættu að borða brauðið. Þegar þau gera það, ættu þau að hafa líkama hans hugfastan. Hann minnti fólkið á þegar það fann naglaförin á höndum hans og fótum og sárið í síðu hans.

3. Nefí 11:14–15; 18:3–7

Jesús Kristur afhendir einum lærisveina sinna bikar með víni

Þá gaf Jesús lærisveinunum vínið að drekka. Hann bað lærisveinana að gefa öllu fólkinu vínið.

3. Nefí 18:8–9

Jesús krýpur og biðst fyrir í Getsemanegarðinum

Jesús sagði að allir sem hefðu iðrast og hlotið skírn skyldu drekka vínið. Hann bað alla sem drukku vínið að minnast blóðs hans. Hann minnti þau á að hann hefði gefið blóð sitt þegar hann þjáðist og dó fyrir þau.

3. Nefí 18:11

Jesús Kristur talar við fólkið

Jesús sagði að það væri boðorð að borða brauðið og drekka vínið. Með því að borða brauðið og drekka vínið, sýndi fólkið himneskum föður að það vildi halda boðorð hans og minnast Jesú. Jesús sagði að það yrði blessað með heilögum anda ef það gerði þessa hluti.

3. Nefí 18:7, 10–14

Jesús Kristur talar til fólksins og það brosir til hans

Eftir að fólkið hafði etið brauðið og drukkið vínið, fylltust það heilögum anda. Þá lofaði fólkið Jesú.

3. Nefí 18:4–5, 9; 20:9