Sögur úr ritningunum
Jared og fjölskylda hans


„Jared og fjölskylda hans,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Eter 1–46

Jared og fjölskylda hans

Ferðalag leitt af Drottni

turn er byggður og Jared og bróðir hans fylgjast með fólki rífast nálægt honum

Jared og fjölskylda hans bjuggu í Babel þúsundum ára áður en Jesús Kristur fæddist. Þau hlýddi Drottni. En flestir í Babel hlýddu ekki Drottni. Þetta fólk tók að byggja turn til að reyna að ná til himins. Drottinn breytti tungumáli fólksins, svo það gat ekki skilið hvert annað.

1. Mósebók 11:4–9; Eter 1:33

bróðir Jareds biðst fyrir og Jared fylgist með borginni

Jared átti bróður. Drottinn treysti bróður Jareds. Jared bað bróður sinn að biðja til Drottins um hjálp. Í bæn sinni bað bróðir Jareds Drottin um að breyta ekki tungumáli fjölskyldu sinnar og vina. Þannig gætu þau enn skilið hvert annað.

Eter 1:33–36

Jared og bróðir hans tala við fjölskyldur sínar

Drottinn var kærleiksríkur og góðviljaður. Hann breytti ekki tungumáli fjölskyldu og vina Jareds. Síðar sagði Drottinn bróður Jareds að hann hefði búið þeim sérstakt land. Drottinn sagði að hann myndi leiða þau þangað.

Eter 1:3542

Jared, bróðir hans og fjölskyldur þeirra yfirgefa borgina og hafa með sér fjölda dýra

Jared og bróðir hans söfnuðu saman fjölskyldum sínum og vinum. Þau söfnuðu einnig saman dýrum sínum og alls kyns fræjum. Síðan yfirgáfu þau heimili sín og ferðuðust um óbyggðirnar. Drottinn leiddi þau með því að tala til þeirra úr skýi.

Eter 1:40–43; 2:1–6

fjölskyldurnar koma að hafinu

Eftir að hafa ferðast langa leið, komu þau að hafinu. Þau bjuggu við ströndina í fjögur ár. Í langan tíma bað bróðir Jareds ekki til Drottins.

Eter 2:13–14

bróðir Jareds biður

Drottinn sagði bróður Jareds að biðjast fyrir aftur. Bróðir Jareds iðraðist og bað til Drottins. Drottinn fyrirgaf honum.

Eter 2:14–15

bróðir Jareds smíðar lítið skip

Drottinn kenndi bróður Jareds að smíða skip sem kölluð voru bátar. Fjölskyldurnar gátu farið með bátunum yfir hafið til fyrirheitna landsins.

Eter 2:15–17

bróðir Jareds horfir á bátana, tjöldin og sjóinn

Bróðir Jareds og fjölskylda hans smíðuðu bátana. Hann sá að það var ekkert ljós í bátunum. Hann spurði Drottin hvort þau myndu þurfa að ferðast yfir hafið í myrkri. Drottinn sagði bróður Jareds að hugsa upp leið til að hafa ljós í skipunum.

Eter 2:16–19; 22–25

Jesús Kristur er lítillega sýnilegur og hönd hans er útrétt til að snerta steina í höndum bróður Jareds

Bróðir Jareds bjó til 16 litla, glæra steina. Hann bað Drottin að snerta þau og láta þau skína. Drottinn rétti fram hönd sína og snerti steinana hvern af öðrum með fingri sínum. Bróðir Jareds gat séð fingur Drottins. Hann furðaði sig á því að Drottinn hefði líkama eins og hann sjálfur.

Eter 3:1–8

Jesús Kristur talar við bróður Jareds

Drottinn sagði að bróðir Jareds hefði mikla trú. Þá birtist Drottinn og sýndi bróður Jareds andalíkama sinn. Drottinn sagði: „Ég er Jesús Kristur.“ Hann sagðist vera útvalinn til að verða frelsarinn. Hann kenndi bróður Jareds margt annað.

Eter 3:9–20, 25–27

bróðir Jareds ritar og steinarnir eru í yfirbyggðri skál nærri honum

Bróðir Jareds sneri aftur til fjölskyldu sinnar og vina. Hann skráði það sem hann hafði lært í samvistum sínum við Drottin. Hann setti líka steinana í bátana. Nú höfðu þau ljós til ferðarinnar.

Eter 4:1; 6:2–3

Bátarnir ferðast á stormasömum sjó

Fjölskyldurnar fóru í bátana til að komast yfir hafið. Þau treystu Drottni til að annast þau. Það voru miklir stormar og öldur. Stundum huldi sjórinn bátana algjörlega. En þau báðust fyrir og Drottinn leiddi þau aftur upp á yfirborðið. Þau sungu marga þakkarsöngva til Drottins.

Eter 6:4–10

Jared, bróðir hans og fjölskyldur þeirra koma til nýs lands

Eftir tæpt ár komu þau til landsins sem Drottinn hafði lofað þeim. Þau grétu af gleði og þökkuðu honum fyrir.

Eter 6:11–12